Í ljóði palestínska skáldsins Refaat Alareer, Ef ég verð að deyja, í íslenskri þýðingu Braga Páls Sigurðarsonar, biður ljóðmælandi þann sem lifir hann af að selja það sem ljóðmælandi á til að kaupa efnisbút og snæri, gera úr því flugdreka svo börnin á Gaza geti séð hann þegar þau horfa til himins og með því að sjá hann upplifað ást og von. Refaat Alareer var myrtur af Ísraelsher þann 6. desember síðastliðinn ásamt bróður sínum og systur og börnum þeirra. Systir hans, Asmaa, sem lést með skáldinu og fjórum börnum sínum skilur eftir sig eiginmann, Ahmed al-Mamlouk, sem er búsettur á Íslandi. Elsti sonur hans, Alaa, vildi verða enskukennari eins og Refaat frændi sinn.
Fimm vikum áður en hann var myrtur deildi hann ljóði sínu á samfélagsmiðlum og eftir dauða hans hefur það verið þýtt á fjölda tungumála, …
Athugasemdir (1)