Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fylgi flokka breyttist lítið milli mánaða þrátt fyrir háværa umræðu um útlendingamál

Líkt og í öll­um könn­un­um frá því í lok árs 2022 mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins í nýj­ustu könn­un Maskínu. Tæp­lega þriðj­ung­ur styð­ur rík­is­stjórn­ar­flokk­ana.

Fylgi flokka breyttist lítið milli mánaða þrátt fyrir háværa umræðu um útlendingamál
Áfram með mest fylgi Samfylkingin bætir við sig fylgi milli mánaða, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn. Mynd: Samfylkingin

Samfylkingin mælist áfram sem áður langstærsti flokkur landsins, samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem sýnir fylgi stjórnmálaflokka í febrúar. Alls segjast 27,2 prósent aðspurðra að þeir myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði í dag. Það er næstum því þrisvar sinnum meira fylgi en Samfylkingin fékk í síðustu kosningum þegar 9,9 prósent kjósenda settu X við S. Fylgið eykst lítillega milli mánaða, eða um 1,5 prósentustig.

Sá flokkur sem bætir mestu við sig milli mánaða er Sjálfstæðisflokkurinn sem fer úr 16,6 í 18,4 prósent. Hann mælist þó enn 8,8 prósentustigum minni en Samfylkingin, en aukning á fylgi beggja flokkanna er innan þeirra vikmarka sem gilda í könnuninni, og sex prósentustigum minni en í síðustu kosningum.

Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt henni er Miðflokkurinn með 11,1 prósent fylgi en hann dalar lítillega milli mánaða. Þar á eftir koma Viðreisn með 9,2 prósent fylgi og Píratar með slétt níu prósent. 

Lítil breytingFylgi stjórnmálaflokka hreyfist lítið milli mánaða.

Framsóknarflokkurinn mælist nú með 8,5 prósent fylgi sem er það minnsta sem hann hefur mælst með það sem af er kjörtímabili, en alls kusu 17,3 prósent þátttakenda í kosningunum í september 2021 flokkinn. Hann hefur því tapað rúmlega helmingi kjósenda sinna frá því að kosið var síðast. 

Vinstri græn eru í enn verri stöðu, en alls segjast 5,9 prósent aðspurðra ætla að kjósa flokk forsætisráðherra. Vinstri græn fengu 12,6 prósent atkvæða i kosningunum haustið 2021 og hafa því tapað rúmlega helmingi stuðnings síns. Af þeim flokkum sem mælast inni á þingi mælast Vinstri græn minnsti flokkurinn af átta. 

Þar rétt fyrir ofan kemur Flokkur fólksins sem mælist nú með 6,4 prósent stuðning og rétt fyrir neðan eru Sósíalistaflokkur Íslands sem mælist með 4,3 prósent.

Útlendingaumræða breytti litlu

Könnun Maskínu, sem framkvæmd var 7. til 27. febrúar, er fyrsta könnunin á fylgi flokka sem birt er síðan að útlendingamál urðu fyrirferðameiri í stjórnmálaumræðu en þau hafa áður verið. Sú umræða, sem hefur meðal annars litast af yfirlýsingum um að innviðir á Íslandi sé sprungið og að Ísland sé uppselt gagnvart flóttafólki, leiddi meðal annars af sér að ríkisstjórnin sammæltist um nýja heildarsýn í útlendingamálum sem kynnt var með tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins 20. febrúar síðastliðinn.

Þessi umræða virðist ekki hafa breytt stjórnmálalandslaginu mikið ef mið er tekið af könnun Maskínu. Fylgi flokka er meira og minna það sama og það var í janúar, og mánuðina á undan. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna þriggja: Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, hefur til að mynda verið undir þriðjungi í könnunum fyrirtækisins frá því í desember og mælist nú 32,8 prósent. 

Athygli vekur að eini aldurshópurinn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er með meiri stuðning en Samfylkingin er sá yngsti, 18 til 29 ára, en þar segjast 23,6 prósent styðja Sjálfstæðisflokkinn á meðan að litlu færri, 22,7 prósent styðja Samfylkinguna. Í næsta aldurshópi fyrir ofan, 30-39 ára, styðja hins vegar næstum því þrisvar sinnum fleiri Samfylkingina, alls 33,6 prósent, en Sjálfstæðisflokkinn, 11,8 prósent. Samfylkingin nýtur mest stuðnings hjá þeim sem eru með háskólapróf á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest stuðnings hjá þeim sem eru grunnskólapróf sem æðstu menntun. 

Alls tóku 1.706 svarendur afstöðu til flokks í könnuninni.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
5
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
4
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár