Yogev Segal, stjórnandi Facebook-hópsins „Israeli-Icelandic conversation,“ hvetur Íslendinga til að kjósa Heru Björk á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn. Markmiðið er að Hera Björk keppni í Eurovision í Malmö fyrir Íslands hönd í stað Palestínumannsins Bashars Murad.
Segal skrifar að hann viti að þetta sé dálítið ósanngjarnt en byggi ekki á neinu hatri í garð Bashars. „Ég veit að hann var valinn til þátttöku fyrir 7. október og sennilega var lagið skrifað fyrir það líka.“ Segal segist ekki hafa neitt á móti því að palestínskur söngvari taki þátt í Eurovision. Hann sé jafnvel hlynntur þátttöku Palestínu í keppninni einhvern daginn.
Segal er mikill Íslandsvinur og áhugamaður um landið. Hann heldur úti vefsíðunni Icelandil.com þar sem hann deilir vitneskju sinni um landið með öðrum og býður upp á það að skipuleggja ferðir til landsins. Segal stendur einnig fyrir Facebook-hópi um Ísland á hebresku. Þar er hann duglegur að fjalla um áhugaverða …
Athugasemdir (3)