Reglur um sérstakt hæfi munu ekki gilda um næstu Íslandsbankasölu
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir tók ekki einungis við blómum og lyklunum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu 14. október síðastliðinn. Hún tók líka við því verkefni að reyna að selja eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka og leysa ÍL-sjóðs vandann. Fyrirliggjandi frumvarpsdrög eiga að gera bæði. Mynd: Stjórnarráðið
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Reglur um sérstakt hæfi munu ekki gilda um næstu Íslandsbankasölu

Líf­eyr­is­sjóð­ir munu geta greitt fyr­ir hluti í Ís­lands­banka með ÍL-sjóðs­bréf­um. Degi eft­ir að frum­varps­drög um sölu á hlut­um í Ís­lands­banka voru birt ákváðu 18 líf­eyr­is­sjóð­ir að ganga til samn­inga við rík­ið um upp­gjör á ÍL-bréf­un­um. Ís­lands­banki fær ekki að taka þátt í sölu­ferl­inu á sjálf­um sér.

Ákvæði þess kafla stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi til meðferðar mála mun ekki gilda þegar næstu skref í sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða stigin, svo lengi sem selt verði með svokölluðu markaðssettu útboði. Í því felst að allir fjárfestar, bæði almennir og fagfjárfestar, hafi tækifæri til að kaupa hlut í bankanum í opnu söluferli. 

Í greinargerð draga að frumvarpi um ráðstöfun eignarhlutar íslenska ríkisins í Íslandsbanka, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram að markaðssett útboð sé þess eðlis að ekki verði talin hætta á að „ómálefnaleg sjónarmið ráði för við ákvarðanatöku“ við sölu á hlut í bankanum. „Til að taka af allan vafa þar um þykir rétt að kveða með beinum hætti á um að hæfisreglurnar komi ekki til skoðunar ef um markaðssett útboð í skilningi frumvarpsins er að ræða, sbr. ábendingar í áliti umboðsmanns Alþingis frá 5. október 2023 í máli nr. …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár