Ákvæði þess kafla stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi til meðferðar mála mun ekki gilda þegar næstu skref í sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða stigin, svo lengi sem selt verði með svokölluðu markaðssettu útboði. Í því felst að allir fjárfestar, bæði almennir og fagfjárfestar, hafi tækifæri til að kaupa hlut í bankanum í opnu söluferli.
Í greinargerð draga að frumvarpi um ráðstöfun eignarhlutar íslenska ríkisins í Íslandsbanka, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram að markaðssett útboð sé þess eðlis að ekki verði talin hætta á að „ómálefnaleg sjónarmið ráði för við ákvarðanatöku“ við sölu á hlut í bankanum. „Til að taka af allan vafa þar um þykir rétt að kveða með beinum hætti á um að hæfisreglurnar komi ekki til skoðunar ef um markaðssett útboð í skilningi frumvarpsins er að ræða, sbr. ábendingar í áliti umboðsmanns Alþingis frá 5. október 2023 í máli nr. …
Athugasemdir