Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Móðir fatlaðs drengs leitaði til lögreglu þegar hann fannst ekki eftir skutl

Móð­ir fatl­aðs drengs er ósátt eft­ir að son­ur henn­ar var skil­inn eft­ir af bíl­stjóra á veg­um Pant ferða­þjón­ustu. Var hann með bux­urn­ar á hæl­un­um og illa hald­inn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem dreng­ur­inn er ekki sótt­ur.

Móðir fatlaðs drengs leitaði til lögreglu þegar hann fannst ekki eftir skutl
John Rodriguez þarf stuðning við daglegar athafnir og má því alls ekki vera skilinn eftir umsjálaus. Mynd: Aðsend

Í gær beið Evelyn Rodriguez, framkvæmdastjóri og eigandi Cocina Rodriguez í Gerðubergi, óþreyjufull heima hjá sér í Safamýrinni eftir fötluðum syni sínum, John Rodriguez. Átti hann að vera á leiðinni heim með bílstjóra frá Hreyfli á vegum Pant sem annast akstursþjónustu fyrir fatlaða í Reykjavík. Þegar hann skilaði sér ekki heim hringdi Evelyn á lögregluna. 

Skilinn eftirJohn kom inn í Vikings heimilið með buxurnar á hælunum, búinn að pissa og kúka á sig.

Evelyn hringdi í Pant en þar svaraði enginn. Hún reyndi að hafa samband við skólann en fékk á sama tíma hringingu úr númeri sem hún þekkti ekki. Í símanum var starfsmaður frá íþróttahúsi Víkings. Evelyn var tjáð að John væri þar. Starfsmaðurinn vissi ekki hvers vegna John hefði verið skilinn eftir eða hvað hefði orðið af bílnum sem átti að sækja hann. John kom inn í húsið með buxurnar alveg á hælunum. Hann var búinn að pissa og kúka á sig. 

John talar ekki og er með litningagalla, flogaveiki og einhverfu. Hann þarf stuðning við allar daglegar athafnir og er með 100% stuðning í skólanum.

Sjálf hefur Evelyn, sem kemur upprunalega frá Dóminíska lýðveldinu og bæði á og rekur sinn eigin veitingarekstur, áður lent í því að leita sonar síns eftir að hann skilar sér ekki úr skutlþjónustu.

Upplifir að öllum sé sama

„Ég var búin að hringja í lögregluna,“ segir Evelyn. Hún var ósátt með vinnubrögð lögreglunnar. Þau komu ekki inn að ræða við hana þar sem henni þykir þetta mjög alvarlegt að John sé skilinn einn eftir án eftirlits. Þau höfðu engar frekari spurningar. „Þau bara, er þetta John, hann er kominn heim. Við ætlum að bóka þetta hjá okkur og bless.“

„Hann er það fatlaður að það á að afhenda hann hönd í hönd. Það er ekki verið að sækja einhverja venjulega manneskju,“ sagði Evelyn.

John var í miklu uppnámi í gær. „Í gær var hann bara í fanginu á mér með hraðan hjartslátt.“ Hann bar þess merki að hafa upplifað djúpstæðar tilfinningar, án þess að hafa getuna til að tjá þær. „Hann veit ekki hvernig hann á að segja að honum líði illa eða sé illt. Ég get ekki vitað hvernig hann er að hugsa um það sem gerðist. Ég veit það ekki.“

„Ég er bara ennþá í sjokki“
Vill ekki að þetta komi fyrir afturEvelyn óskar eftir viðbrögðum og vill að þetta komi ekki fyrir son sinn og aðra aftur.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem John er skilinn svona eftir. Í maí árið 2022 átti bílstjóri frá Hreyfli, sem keyrir fyrir Pant akstursþjónustu, að skutla John heim. Hann skilaði sér hins vegar ekki. „Ég stóð í eldhúsglugganum, með opna hurð og beið og beið en það kom enginn bíll. Allt í einu birtast nágrannar mínir með John. Þau halda í hendina á honum og koma með honum inn. Hann fann John bara úti á götu.

Þegar Evelyn heyrði í Pant tjáðu þau henni að leigubílstjórinn skildi hann eftir vegna þess að John hefði labbað inn. Ég spurði, labbaði inn hvert? Hann veit ekki einu sinni hvar hann á heima. Hann er svo fatlaður að hann veit það ekki.

Lítið um viðbrögð

Þrátt fyrir að hafa haft samband við deildarstjóra Pant, Sturlu Halldórsson, og framkvæmdastjóri Hreyfils, Harald Axel Gunnarsson,  hefur Evelyn aldrei fengið að vita neitt meira en að bílstjórinn sem átti að keyra John heim í maí í fyrra hefði fengið tiltal. Hún fékk loforð frá Pant að þeir ætluðu að sjá til þess að þetta myndi ekki gerast aftur „og bla, bla, bla. Svo gerist það nákvæmlega sama aftur,“ segir hún.

„Svona fólk á ekki að keyra fyrir ferðaþjónustuna. Svona fólk á ekki að vinna fyrir fatlað fólk. Svo fór ég að hugsa, kannski er þetta bara sama manneskja?“ 

Í samtali við blaðamann Heimildarinnar var Evelyn gráti næst. „Það gæti eitthvað komið fyrir barnið mitt og enginn er að hugsa um það.“

„Fólkið sem er að keyra fatlað fólk er fólkið sem á að taka ábyrgð á því og sýna fólki virðingu. Þetta er fólk sem getur ekki tjáð sig.“

Akstursþjónusta fatlaðra tók fyrir þremur árum upp heitið Pant akstur. Við þær breytingar var ákveðið að hlutfall leigubílaaksturs færi úr 10% í 30%. Mörg dæmi hafa komið upp í opinberri umræðu undanfarin ár um fatlað fólk sem er skilið eftir hjálparlaust eftir skutlþjónustuna. Í fyrra lýsti leikstjóri, sem hélt úti sýningu með fötluðum leikurum, miklum brotalömum á þjónustunni. Þeir hefðu ýmist verið skildir eftir úti á bílaplani eða sóttir tveimur klukkustundum of snemma eða seint.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Fanney Osk Eyolfsdottir skrifaði
    Ekki að þetta komi mér á óvart en þetta er ófyrirgefanlegt
    0
  • Ásta Jensen skrifaði
    Þeir nenna ekki að fara með börnin inn til foreldra eða stuðningsmanna
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Þessi frétt er Akstursþjónustuni til skammar og takk fyrir það en að hinu hver er tilgangur blaðamans að nefna stöðu móður svo sem framkvæmdastjóra og eiganda ,er hér um alvarlegra atburð að ræða en hafi hún verið húsmóðir spyr sá er ekki veit
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Skelfilegt og ófyrirgefanlegt að fara svona með blessaðan drenginn, og bílstjórinn á Hreyfli. Hvernig hefði fyrirsögnin verið, hefði bílstjórinn verið á ,,vitlausri" stöð?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár