Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Alltof mikið rask „fyrir hagsmuni mjög fárra“

Stuðn­ings­menn virkj­un­ar­áforma í Skjálf­andafljóti lyftu brún­um er vinnslu­til­laga að­al­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar var aug­lýst ný­ver­ið. Þar var ekki að finna stakt orð um Ein­búa­virkj­un, smá­virkj­un svo­kall­aða sem land­eig­end­ur í Bárð­ar­dal áforma. Aðr­ir íbú­ar fagna hins veg­ar og segja fljót­ið mikla, sem fæð­ir bæði Ald­eyj­ar­foss og Goða­foss, dýr­mæt­ara í frjálsu falli.

Alltof mikið rask „fyrir hagsmuni mjög fárra“
Beljandi jökulvatn Skjálfandafljót rennur í flúðum á því svæði sem yrði fyrir áhrifum vegna Einbúavirkjunar. Mynd: Shutterstock

Aðeins nokkrum dögum eftir að sveitarstjórn Þingeyjarsveitar auglýsti vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi í lok síðasta árs fengu íbúar senda skoðanakönnun frá Maskínu í tölvupósti um virkjunaráform í Skjálfandafljóti. Í henni voru þeir spurðir hversu vel þeir þekktu til Einbúavirkjunar. Hvort þeir vissu að hún yrði rennslisvirkjun með engu uppistöðulóni? Hvort þeir væru jákvæðir í garð hennar og hvort þeir teldu að hún myndi hafa góð eða slæm áhrif á nærsamfélagið? Og að lokum var svo spurt: Telur þú að sveitarstjórn eigi að samþykkja eða hafna að auglýsa aðal- og deiliskipulag Einbúavirkjunar?

Engar upplýsingar fylgdu um hver hefði óskað eftir könnuninni. Og Maskína vildi ekki upplýsa þá sem spurðu um það. Spurningum rigndi yfir sveitarfélagið svo byggðarráð þess sá ekki annan kost en að birta sérstaka tilkynningu um málið til að sverja skoðanakönnunina af sér. „Rétt er að það komi fram að Þingeyjarsveit stendur ekki fyrir neinum könnunum um þessar mundir“, …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Hvert fer vatnið, ef það skilar sér ekki niður í Goðafoss, eftir að hafa framleitt orkuna?
    0
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Fyrsta mál á dagskrá ætti að vera að útrýma þessum 10MW skrípaleik varðandi mat á umhverfisáhrifum og miða frekar við hvort land sé þegar raskað eður ei.
    3
    • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
      Sammála. Gerum umhverfismat að jafnaði að skyldu
      1
    • JA
      Jón Arnarson skrifaði
      Ótrúlega margir, ekki einungis einkaaðilar, heldur og opinber fyrirtæki, vilja virkja undir 10M til þess að geta einungis séð um orkusölu en ekki samfélagið!
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Náttúruvernd

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár