Aðeins nokkrum dögum eftir að sveitarstjórn Þingeyjarsveitar auglýsti vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi í lok síðasta árs fengu íbúar senda skoðanakönnun frá Maskínu í tölvupósti um virkjunaráform í Skjálfandafljóti. Í henni voru þeir spurðir hversu vel þeir þekktu til Einbúavirkjunar. Hvort þeir vissu að hún yrði rennslisvirkjun með engu uppistöðulóni? Hvort þeir væru jákvæðir í garð hennar og hvort þeir teldu að hún myndi hafa góð eða slæm áhrif á nærsamfélagið? Og að lokum var svo spurt: Telur þú að sveitarstjórn eigi að samþykkja eða hafna að auglýsa aðal- og deiliskipulag Einbúavirkjunar?
Engar upplýsingar fylgdu um hver hefði óskað eftir könnuninni. Og Maskína vildi ekki upplýsa þá sem spurðu um það. Spurningum rigndi yfir sveitarfélagið svo byggðarráð þess sá ekki annan kost en að birta sérstaka tilkynningu um málið til að sverja skoðanakönnunina af sér. „Rétt er að það komi fram að Þingeyjarsveit stendur ekki fyrir neinum könnunum um þessar mundir“, …
Athugasemdir (4)