Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stakk mann til að stela af honum hjóli

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­ness dæmdi mann tveggja ára fang­elsi og til greiðslu 1,5 millj­óna miska­bóta fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás og til­raun til ráns. Mað­ur­inn á að baki ára­lang­an brota­fer­il, en hann var um leið dæmd­ur fyr­ir ít­rek­uð auðg­un­ar-, fíkni­efna- og um­ferð­ar­laga­brot.

Stakk mann til að stela af honum hjóli
Dómsmálið tafðist á meðan leitað var að ákærða sem var týndur erlendis síðsumars í fyrra. Mynd: Byggingar.is

Ívar Aron Hill, sem á að baki langan brotaferil, hefur verið dæmdur á ný, nú í tveggja ára fangelsi og til þess að greiða um tæplega 1,4 milljónir í miskabætur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til ráns. Dómurinn var kveðinn upp þann 8. febrúar í Héraðsdómi Reykjaness og var fallist á flesta ákæruliði. 

Auk líkamsárásarinnar var Ívar ákærður fyrir margvísleg auðgunarbrot, vörslu fíkniefna og ítrekaðan akstur án ökuréttinda og undir áhrifum vímuefna. Fyrir rétti játaði Ívar játaði brotin, sem framin voru á árunum 2022 til 2023.  

Sérstaklega hættuleg líkamsárás

Það var þann 14. september 2022 sem Ívar gerði tilraun til þess að ræna hjóli og heyrnartólum af manni, skammt frá Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg. Ívar var vopnaður hnífi. Áður en yfir lauk hafði brotaþoli verið stunginn þrisvar, einu sinni í mjöðm og tvisvar læri. 

Er því lýst að stungusárin sem brotþoli hlaut í ránstilrauninni hafi valdið brotaþola miklum miska, þar á meðal hafi blætt úr slagæð, auk þess sem hluti lærvöðva hans hafi farið í sundur.

Langur brotaferill

Í niðurstöðum dómsins kemur fram að Ívar eigi að baki langan brotaferil og verið ítrekað gerð refsing fyrir ýmis lögbrot. Fresta hafi þurft dómsmálinu vegna þess að hann hafi ekki sinnt boðunum á dómþing, á meðan hann var „týndur erlendis,“ og að lögregla þurft að beita sér fyrir því að fá ákærða fyrir dóm. 

Í frétt sem birt var á DV í ágúst í fyrra var fjallað um leitina að Ívari, en ástvinir hans höfðu ekki náð neinu sambandi við hann og lýstu áhyggjum af afdrifum hans. Ívar var þá staddur í Torrevieja á Spáni. Að lokum fannst hann þegar Ívar lét föður sinn vita að hann hefði verið staddur á sjúkrahúsi. Í millitíðinni hafði fjölskylda Ívars hafði óskað eftir aðstoð utanríkisráðuneytisins og Íslendingasamfélagsins á Spáni við leitina að Ívari.

Í dóminum var langur brotaferill og tafir á dómsmálinu vegna fjarvistar Ívars talin fram til refsiþyngingar. Hins vegar var litið til játningar hans og þess að hann hafi í tvígang farið í meðferð, og gert tilraunir til að bæta ráð sitt eftir að ofbeldisbrotið var framið, til refsimildunar.

Árið 2019 var greint frá því að Ívar hefði verið dæmdur fyrir líkamsárás á Laugardalsvelli og 23 önnur brot. Árásin fólst í því að hann sló einstakling í andlit, en samdægurs voru haldnir tónleikar hljómsveitarinnar Guns N'Roses á Laugardalsvelli. Þar kom fram að brotaferillinn næði aftur til ársins 2008 og að hann hefði verið meðlimur í svokölluðu Árnesgengi, sem dæmt var fyrir fjölda þjófnaða í Árnessýslu árið 2006.

Fyrir 10 árum steig Ívar fram í fjölmiðlum eftir að sérsveitin hafði brotið sér leið inn í sumarbústað í Árnessýslu, þar sem hann dvaldi í brúðkaupsferð, í leit að öðrum manni.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár