Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Eins og hænsn í myrkri

Í dönsku tíma­riti um varn­ar- og ör­ygg­is­mál birt­ist fyr­ir skömmu grein ásamt við­tali við Henrik Lyhne, liðs­for­ingja í danska hern­um. Þar lík­ir hann hern­um við hænsn, sem eru varn­ar­laus í myrkri. Her­inn skorti all­an bún­að til næt­ur­hern­að­ar, fyr­ir ut­an allt ann­að, þrátt fyr­ir fög­ur lof­orð stjórn­mála­manna.

Henrik Lyhne er sextugur liðsforingi í danska hernum þar sem hann er flestum hnútum kunnugur eftir rúmlega 40 ára hermennsku. Hann hefur á undanförnum árum skrifað fjölmargar greinar þar sem hann hefur fjallað um danska herinn. Danskir fjölmiðlar hafa sömuleiðis margoft birt við hann viðtöl um herinn og ástandið þar, sem Henrik Lyhne segir miður gott. Skýringarnar eru sífelldur niðurskurður, ásamt óstjórn.

LiðsforingiHenrik Lyhne er óhræddur við að greina frá því sem danska herinn skortir.

Það er sjaldnast fallið til vinsælda að gagnrýna og endar iðulega með að fyrirtækið eða stofnunin losar sig við þann sem gagnrýnir. Henrik Lyhne er bæði þekktur og virtur og kannski er það ástæða þess að hann hefur ekki fengið „reisupassann“. Það segja að minnsta kosti sumir danskir fjölmiðlar.

Getum ekki barist í myrkri, erum þá blindir eins og hænur

Í danska vefmiðlinum OLFI, sem fjallar um öryggis- og varnarmál, birtist fyrir hálfum mánuði löng grein ásamt viðtali  við Henrik Lyhne undir yfirskriftinni „Hæren mangler natkampudstyr – kan ikke kæmpe i mørke  vi er blinde som høns“. Í upphafi greinarinnar í OLFI er rifjað upp að í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022, hafi ekki skort fögur fyrirheit. Tveimur vikum eftir innrásina náðu fimm flokkar (meirihluti) á danska þinginu, Folketinget, samkomulagi um stefnu Danmerkur í öryggismálum. Kjarni þessa samkomulags var að nú, seint og um síðir, myndi Danmörk standa við markmið Nato um að verja tveimur prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til hermála. Þetta átti þó ekki að gerast „í einum grænum“ heldur í áföngum fram til ársins 2033. Samkomulagið á þinginu gerði enn fremur ráð fyrir sjö milljarða aukaframlagi, hér og nú, eins og það var orðað, til að styrkja herinn og fylla á vopnabúrið.

Innan fárra mánaða var aukaframlagið uppurið, hluti þess fór til Úkraínu, hluti framlagsins fór í að senda hersveit til Lettlands og enn fremur í kostnað vegna freigátu sem send var til eftirlits á Eystrasalti. Samtímis ákváðu stjórnmálamennirnir að senda margs konar vopnabúnað til Úkraínu, farartæki, varahluti, skotfæri og fleira og í staðinn yrði pantað nýtt fyrir herinn. Allt þetta skortir danska herinn í dag því í stað þess sem sent var til Úkraínu kom ekkert, það var aldrei pantað. 

Meiri peningar – seinna

Eftir þingkosningar og stjórnarmyndun í desember 2022 tilkynnti ríkisstjórn Mette Frederiksen að markmiðinu um tvö prósent af vergri þjóðarframleiðslu til hermála skyldi náð 2030. Á síðasta ári gekk danska þingið frá nýju samkomulagi varðandi öryggis- og varnarmál, þar var gert ráð fyrir að framlög til málaflokksins yrðu aukin um 155 milljarða danskra króna (3.100 milljarðar íslenskir), umfram fyrri áætlanir, á næstu 10 árum. Þótt forsvarsmenn hersins fagni því að fá fleiri krónur í kassann eru þeir ekki jafnánægðir með að þessum fjármunum skuli dreift á mörg ár og bið verði á fyrstu „úthlutun“. Í því ástandi sem nú ríki sé brýnt að bregðast skjótt við.

Ekki eitt heldur allt

Í áðurnefndu viðtali við OLFI nefndi Henrik Lyhne margt af því sem herinn skortir og það er löng upptalning. „Okkur vantar vopn af ýmsu tagi, sérstaklega léttar vélbyssur, við höfum sent öll felunet sem við eigum til Úkraínu og óvíst hvenær við fáum ný í staðinn. Við eigum að senda herdeild til Lettlands síðar á árinu. Ég á að athuga hvort hermennirnir kunni að nota felunet áður en þeir fara en ég get ekki kannað það ef þau eru ekki til. Enn verra er þó að herinn getur ekki stundað næturhernað því til þess skortir okkur nauðsynlegan búnað, við höfum enga nætursjónauka og erum því eins og hænsn í myrkri, sjáum ekki neitt. Svo er allt í ólagi með fjarskiptin, okkur sárvantar talstöðvar, við höfum neyðst til að notast við fjarskiptatæki sem við höfum fengið að láni hjá lögreglunni og heimavarnarliðinu. Þau tæki eru öðruvísi en tæki hersins og ef við fáum réttu tækin, sem vonandi gerist, kunna hermennirnir ekkert á þau. Svo er skortur á nauðsynlegum fatnaði og líka vantar hjálma. Ég gæti nefnt margt fleira,“ sagði Henrik Lyhne.

„Við höfum enga nætursjónauka og erum því eins og hænsn í myrkri, sjáum ekki neitt.“

Mega ekki nota pallbílana til að flytja hermenn 

Samkvæmt reglum sem innkaupa- og birgðastjórn hersins, sem fer með öryggismál, er ekki lengur heimilt að flytja hermenn á vörubílspöllum með bekkjum og segli yfir, eins og gert hefur verið um áratugaskeið og flest önnur lönd gera. Henrik Lyhne segir að í stað pallbílanna notist herinn við smárútur sem eru leigðar frá Mercedes Benz og Volkswagen (svonefnd rúgbrauð). „Þetta eru malbiksbílar og engan veginn heppilegir fyrir herinn því þeir festast um leið og farið er út af malbikinu. Ef svo mikið sem smábeygla kemur á þessa bíla verðum við að senda þá á verkstæði hjá eigandanum. Hér áður fyrr notuðum við bara hamar og pensilstroku af málningu ef beygla kom á gömlu Unimog-bílana. Sums staðar þurfa hermenn jafnvel að notast við almenningsvagna og sitja þá innan um aðra farþega. Ef hermenn ferðast með þessum strætisvögnum þurfa þeir að nota gúmmískóhlífar og plastábreiður yfir sætin svo þeir svíni ekki allt út.“

Bílaflotinn úreltur og fær iðulega ekki skoðun

Á undanförnum árum hefur mikið verið fjallað um tækjakost danska hersins sem er að stórum hluta kominn mjög til ára sinna. Herinn má ekki nota bíla sem ekki komast í gegnum árlega skoðun og vegna erfiðleika við að fá varahluti, og fjárskorts, stendur stór hluti bílaflotans og grotnar niður.

Anders Krojgaard LundFyrrverandi yfirmaður í dönsku herdeildinni í Suður-Slésvík.

Í nýjustu umfjöllun OLFI tímaritsins er viðtal við Anders Krojgaard Lund, fyrrverandi yfirmann í dönsku herdeildinni í Suður-Slésvík, með aðsetur í Haderslev á Suður-Jótlandi. Hann segir að herdeildin, sem meðal annars þjálfar nýliða, þurfi að fara með ökutæki sín í skoðunarstöðina í Skrydstrup þar sem danski flugherinn hefur aðsetur. Flugfloti hersins hefur forgang í skoðunarstöðinni og vegna niðurskurðar þar, eins og annars staðar í hernum, sé undirmannað. Þetta þýði að ökutækin frá herdeildinni í Suður-Slésvík þurfi iðulega að bíða tímunum saman eftir skoðun. Ef bíllinn stenst ekki skoðun getur hann fengið undanþágu til að fara til baka til herdeildarinnar en verður síðan að bíða viðgerðar, sú bið getur tekið langan tíma, ef hún á annað borð fer fram.

Ekki ástæða til bjartsýni

Henrik Lyhne segir ekki ástæðu til bjartsýni varðandi herinn þótt fjárveitingar til hans eigi að aukast, seinna. Herinn er undirmannaður og þegar alls staðar vantar allt til alls er það ekki til þess fallið að laða ungt fólk að. Fyrir utan það sem nefnt hefur verið hér að framan er húsakostur hersins í mikilli niðurníðslu, vegna margra ára viðhaldsleysis. Nýlega kom fram að tvö af herskipum flotans hafa árum saman eingöngu getað skotið púðurskotum vegna þess að stýribúnaður fyrir fallbyssurnar hefur aldrei verið settur í þau, vegna sparnaðar. Um síðastliðna helgi greindi dagblaðið Politiken frá að tvö herskip liggi nú við bryggju í Nuuk á Grænlandi vegna bilana.

Henrik Lyhne segir að ástandið í hernum sé ótrúlegt. „Ég og fleiri höfum árum saman bent á ástandið en það virðist ekki breyta neinu. Það er eins og við hér í Danmörku lifum í veröld sem lýst er í barnabókum Morten Korch sem var vinsæll á fyrri hluta síðustu aldar. Þar er sumar, sólin skín á stráþök litskrúðugra bindingsverkshúsanna og aðalpersóna bókarinnar hjólar blístrandi niður mjóa götuna í þorpinu. Veruleikinn er annar í dag,“ klykkti Henrik Lyhne út með.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu