Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ríkið sýknað af kröfu einstaklings sem krafðist miskabóta vegna sóttkvíar

Stefn­andi í máli gegn ís­lenska rík­inu þótti sótt­varn­ar­að­gerð­ir yf­ir­valda hér á landi ganga fram úr hófi og hon­um því fund­ist nóg kom­ið. Arn­ar Þór Jóns­son, for­setafram­bjóð­andi, er lög­mað­ur stefn­and­ans.

Ríkið sýknað af kröfu einstaklings sem krafðist miskabóta vegna sóttkvíar
Arnar Þór Jónsson Forsetaframbjóðandinn er lögmaður stefnanda í málinu. Hann hefur talað opinskátt um sínar skoðanir á aðgerðum stjórnvalda í heimsfaraldrinum. Mynd: Golli

Íslenska ríkið var sýknað af kröfu nafnlauss stefnanda sem krafðist miskabóta þar sem honum þótti hann hafa verið með ólögmættum hætti haldið í sóttkví vegna gruns um Covid smit. Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi, er lögmaður stefnandans. 

Arnar Þór tjáði sig mikið um bólusetningar þegar faraldur Covid-19 geisaði enn. Lýsti hann yfir áhyggjum af því að borgaraleg réttindi þeirra sem efuðust um gildi bólusetninga yrðu skert líkt og réttindi gyðinga á tímum Hitlers.

Stefnandinn í málinu fylgdi ekki þeim reglum sem voru í gildi á Íslandi við heimkomu frá Bretlandi 11. nóvember 2021. Hafði hann ekki forskráð sig fyrir heimkomuna inn í landið, líkt og honum var skylt að gera, framvísaði ekki vottorði og neitaði þar að auki að gangast undir PCR-próf á landamærastöðinni á Keflavíkurflugvelli. Stefnandinn fór heldur ekki í PCR-próf fimm dögum eftir heimkomu, eins og honum bar að gera.

Brot á hans mannréttindum

Í dómsskjölum kemur fram að stefnandinn byggði „mál sitt á því að athafnir yfirvalda vegna Covid-19 faraldursins hafi verið ólögmætar. Brotið hafi verið gegn stjórnarskrárvörðu frelsi og mannréttindum hans. Skerðingarnar hafi verið réttlættar með óvísindalegum rökum, sem hrakin hafi verið í málinu. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og jafnræðisregla brotin. Ákvörðun sóttvarnalæknis hafi jafnframt brostið lagastoð og stefnandi verið sviptur frelsi án dóms og laga.“

Þótti honum málsmeðferðin hafa verið í molum og rannsóknarreglur brotnar. Sagði hann persónuupplýsingum sínum verið miðlað með ólögmætum hætti.

Þekkti reglurnar

Fyrir dómi sagði stefnandinn að hann hefði kynnt sér reglurnar, lesið sóttvarnalög og þá reglugerð sem var í gildi. Þótti honum sóttvarnaraðgerðir yfirvalda hér á landi ganga úr hófi fram og „honum því fundist nóg komið. Aðgerðir yfirvalda hafi ekki verið forsvaranlegar að hans mati.“ 

Segir í dómnum að stefnandinn hafi meðvitað ekki fylgt þeim reglum sem voru í gildi, heldur farið í andstöðu við þær. Sagði stefnandinn að hann hefði verið í 14 daga sóttkví eftir heimkomu. Honum bar að vera í 14 daga sóttkví þar sem hann vildi ekki gangast undir PCR-sýnatöku til afléttingar á sóttkví samkvæmt gildandi reglum á þeim tíma. 

Dómurinn getur hvorki fallist á þá staðhæfingu stefnanda að rannsókn málsins hafi verið í molum né á þá málsástæðu hans að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu við meðferð á máli hans.“

Sóttvarnalæknir hefur heimild til vinnslu persónuupplýsinga, þar með talið „viðkvæmra persónuupplýsinga um heilsufar og lyfjanotkun einstaklinga, í þeim tilgangi að verjast alvarlegum heilsufarsógnum og til að sinna lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt sóttvarnalögum.“

Þótti stefnanda óvísindaleg rök á bak við 14 daga sóttkví og bygði mál sitt á því að um hafi verið að ræða frelsisskerðingu. Hann dró í efa þær sóttvarnaaðgerðir sem voru þá í gildi og nauðsynleika þeirra. Dró hann einnig í efa upplýsingar sem lágu fyrir um þróun og stöðu Covid-19 faraldursins þá „dánartíðni sjúklinga, virkni og hættueiginleika bóluefna, áreiðanleika PCR-prófa og hættu við sjúkdómsskimun, það er töku sýnis með háls- og nefkoksstroki.“

Þótti aðgerðir stjórnvalda óþarfar

„Stefnandi byggir enn fremur á því að sóttvarnaaðgerðir yfirvalda hafi verið ólögmætar og óþarfar. Þær hafi valdið meiri skaða en þær hafi gert gagn og skert mannréttindi hans með ólögmætum hætti. Aðgerðir sóttvarnayfirvalda og þar með stjórnvaldsákvörðun sóttvarnalæknis í máli hans hafi auk þess ekki uppfyllt kröfur um meðalhóf og jafnræði.“

Stefnandinn er ekki sagður hafa „staðið hætta af því að fylgja þeim aðgerðum sem honum var gert að fylgja við komu hingað til lands. Niðurstaða dómsins eru að staðhæfingar stefnandans „séu rangar eða í það minnsta ófullnægjandi.“ Segir einnig í dómnum að stjórnvöld fái „nokkurt svigrúm við mat á því hvað teljist vera nauðsynlegar aðgerðir á hverjum tíma.“ Er það vegna skyldunnar sem hvílir á löggjafarvaldinu og stjórnvöldum til að vernda líf og heilsu landsmanna þegar farsóttir geisa. 

Markmið aðgerðanna að vernda heilsu almennings

Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, gaf skýrslu fyrir dómi. Tók hún það fram fyrir dómi að um nýjan sjúkdóm hafi verið að ræða sem leitt hafi til heimsfaraldurs. Var markmið aðgerðanna að vernda heilsu almennings og lágmarka skaðann sem gæti orðið, þar með talið að draga úr alvarlegum veikindum einstaklinga. 

„Sagði sóttvarnalæknir jafnframt að ekki hefði verið unnt að útiloka að þeir sem ekki hefðu einkenni sjúkdómsins gætu smitað aðra. Sóttkví hefði hins vegar mátt stytta úr 14 dögum í fimm með neikvæðu PCR-prófi fimm dögum eftir komu til landsins.“

Gögnin sem stefnandi hefur vísað til, til rökstuðnings eru ekki „ritrýnd vísindi, heldur spádómar sem hafi byggt á fölskum forsendum“ kemur fram í dómnum. 

Þurfti stefndi að sitja 14 daga sóttkví þar sem hann vildi ekki undirgangast sýnatöku við komu til landsins. Skortur á fullnægjandi niðurstöðum úr sýnatöku voru rökin fyrir því að hann þurfti að sæta 14 daga sóttkví en ekki fimm daga. Honum gafst færi á því að enda sóttkví sína með að undirgangast tvö PCR-próf með fimm daga millibili og sóttkví á milli. „Hefðu niðurstöður þeirra prófa verið neikvæðar hefði stefnandi losnað úr sóttkví að liðnum fimm dögum frá heimkomu. Á það reyndi hins vegar ekki, þar sem stefnandi valdi að sleppa því að undirgangast slík próf. Þá var það ekki tilviljun að einstaklingi sem ekki hafði undirgengist PCR-próf til afléttingar á sóttkví var gert að sæta sóttkví í 14 daga, því sá tími var talinn mögulegur meðgöngutími veirunnar, frá smiti og þar til einkenni gætu komið fram.“

Öllum málsliðum málsins var hafnað, en þeir voru meðal annars hvort að sóttvarnalæknir hafi gætt að réttaröryggishlutverki sínu, hvort að persónuupplýsingum stefnanda hafi verið miðlað með ólögmætu hætti, um faglegar forsendur aðgerða sóttvarayfirvaldi og fleiri liðir. Niðurstaða dómsins er að sóttvarnaaðgerðir yfirvaldi hafi verið byggðar á málefnalegum og réttmætum ástæðum. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Héraðsdóms.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
3
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
7
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
5
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
8
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár