Séra Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, er látinn 77 ára að aldri. Karl lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík í morgun.
Karl lætur eftir sig konu sína til 54 ára, Kristínu Þórdísi Guðjónsdóttur, þrjú uppkomin börn og átta barnabörn. Börn Karls og Kristínar Þórdísar eru þau Inga Rut gift Sigurði Arnarsyni, Rannveig Eva og Guðjón Davíð kvæntur Ingibjörgu Ýr Óskarsdóttur.
Karl fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1947. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup Íslands, og kona hans Magnea Þorkelsdóttir.
Karl varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 og tók embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands sex árum síðar. Hann starfaði fyrst sem sem sóknarprestur í Vestmannaeyjum. Síðar þjónaði hann í Hallgrímskirkju í Reykjavík í tæp 23 ár.
Karl var biskup Íslands árin 1998 til 2012. Eftir að hann lét af embætti gegndi Karl starfi afleysingaprests í Dómkirkjunni.
Karl var gerður að heiðursdoktor við guðfræðideild HÍ árið 2000. Hann …
Athugasemdir