Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Karl Sigurbjörnsson er látinn

Séra Karl Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi bisk­ups Ís­lands, lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Reykja­vík í morg­un. Hann læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, þrjú upp­kom­in börn og átta barna­börn. Karl hafði glímt við krabba­mein frá því ár­ið 2017.

Karl Sigurbjörnsson er látinn

Séra Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, er látinn 77 ára að aldri. Karl lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík í morgun. 

Karl lætur eftir sig konu sína til 54 ára, Kristínu Þórdísi Guðjónsdóttur, þrjú uppkomin börn og átta barnabörn. Börn Karls og Kristínar Þórdísar eru þau Inga Rut gift Sigurði Arnarsyni, Rannveig Eva og Guðjón Davíð kvæntur Ingibjörgu Ýr Óskarsdóttur. 

Karl fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1947. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup Íslands, og kona hans Magnea Þorkelsdóttir. 

Karl varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 og tók embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands sex árum síðar. Hann starfaði fyrst sem sem sóknarprestur í Vestmannaeyjum. Síðar þjónaði hann í Hallgrímskirkju í Reykjavík í tæp 23 ár.

Karl var biskup Íslands árin 1998 til 2012. Eftir að hann lét af embætti gegndi Karl starfi afleysingaprests í Dómkirkjunni.

Karl var gerður að heiðursdoktor við guðfræðideild HÍ árið 2000. Hann …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu