Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Karl Sigurbjörnsson er látinn

Séra Karl Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi bisk­ups Ís­lands, lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Reykja­vík í morg­un. Hann læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, þrjú upp­kom­in börn og átta barna­börn. Karl hafði glímt við krabba­mein frá því ár­ið 2017.

Karl Sigurbjörnsson er látinn

Séra Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, er látinn 77 ára að aldri. Karl lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík í morgun. 

Karl lætur eftir sig konu sína til 54 ára, Kristínu Þórdísi Guðjónsdóttur, þrjú uppkomin börn og átta barnabörn. Börn Karls og Kristínar Þórdísar eru þau Inga Rut gift Sigurði Arnarsyni, Rannveig Eva og Guðjón Davíð kvæntur Ingibjörgu Ýr Óskarsdóttur. 

Karl fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1947. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup Íslands, og kona hans Magnea Þorkelsdóttir. 

Karl varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 og tók embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands sex árum síðar. Hann starfaði fyrst sem sem sóknarprestur í Vestmannaeyjum. Síðar þjónaði hann í Hallgrímskirkju í Reykjavík í tæp 23 ár.

Karl var biskup Íslands árin 1998 til 2012. Eftir að hann lét af embætti gegndi Karl starfi afleysingaprests í Dómkirkjunni.

Karl var gerður að heiðursdoktor við guðfræðideild HÍ árið 2000. Hann …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár