Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Hagnaður Íslandsbanka stóð í stað milli ára en stefnt að því að skila um 15 milljörðum til hluthafa

Tveir starfs­loka­samn­ing­ar við stjórn­end­ur sem voru látn­ir hætta störf­um eft­ir að Ís­lands­banki við­ur­kenndi að hafa fram­ið marg­þætt lög­brot við sölu á sjálf­um sér kost­uðu bank­ann 146 millj­ón­ir króna í fyrra. Hann greiddi alls um 1,2 millj­arð króna í sekt vegna lög­brot­anna, sem er met hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Hagnaður Íslandsbanka stóð í stað milli ára en stefnt að því að skila um 15 milljörðum til hluthafa
Tók við í fyrra Jón Guðni Ómarsson, sem hafði verið fjármálastjóri Íslandsbanka frá 2011, tók við sem bankastjóri í fyrrasumar eftir að Birnu Einarsdóttur var gert að hætta. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Íslandsbanki hagnaðist um 24,6 milljarðar króna á árinu 2023. Það er nánast sami hagnaður og bankinn sýndi árið áður, þegar hann var 24,5 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár dróst hins vegar saman og var 11,3 prósent. Taka verður inn í dæmið að 860 milljónir króna af þeim tæplega 1,2 milljarði króna sem Íslandsbanki þurfti að greiða í stjórnvaldssekt vegna lögbrota í tengslum við söluna í sjálfum sér í mars 2022 var bókfærð í fyrra. Áður hafði bankinn talið að það myndi nægja að reikna með að sektin yrði að hámarki 300 milljónir króna og bókfærðu þann kostnað á árinu 2022. Á grundvelli árangurs síðasta árs stendur til að greiða hluthöfum Íslandsbanka 12,3 milljarða króna í arð auk þess sem til stendur að kaupa eigin bréf á árinu, enda enn eftirstandandi heimild til að gera það fyrir allt að 2,7 milljarða króna. Í fyrra greiddi Íslandsbanki sömu upphæð í arð en keypti auk þess eigin bréf fyrir 2,3 milljarða króna. Því skilaði bankinn samtals um 14,6 milljörðum króna til hluthafa á síðasta ári.

Í ársreikningi Íslandsbanka kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans hafi aukist um 12,7 prósent á síðasta ári þegar þær voru 48,6 milljarðar króna. Slíkar tekjur voru 76 prósent allra hreinna rekstrartekna Íslandsbanka á árinu 2023. Vaxtamunur bankans, munurinn á því sem bankinn rukkar fyrir að lána fólki og fyrirtækjum peninga og því sem hann borgar fyrir að fá peninga lánaða, var 3,0 prósent í fyrra, og hækkaði um 0,1 prósentustig milli ára. Það er sambærilegur vaxtamunur og var hjá hinum tveimur stóru bönkunum, Landsbankanum og Arion banka. Innlán sem Íslandsbanki fékk að láni frá viðskiptavinum sínum í fyrra jukust um 7,7 milljarða króna og voru 851 milljarður króna um síðustu áramót. Á móti rýrnaði virði fjáreigna um rúman milljarð króna eftir að hafa verið jákvæð um tæplega 1,6 milljarða króna á árinu 2022. 

Hreinar þóknanatekjur jukust líka lítillega milli ára, alls um 1,3 prósent, og voru 14,2 milljarðar króna. Þá varð sú breyting á frá fyrra ári að hreinar fjármagnstekjur voru jákvæðar um 241 milljónir króna á árinu 2023, en höfðu verið neikvæðar um tæplega 1,3 milljarða króna ári áður. 

Kostnaðarhlutfall bankans var það sama og árið áður, eða 41,6 prósent. Það er undir fjárhagslegu markmiði Íslandsbanka, sem er að kostnaðarhlutfallið sé lægra en 45 prósent. 

Dýrir starfslokasamningar

Árið 2023 var ár mikilla sviptinga hjá Íslandsbanka. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands komst að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði gerst brotlegur við lög með framferði sínu i söluferli á 22,5 prósent hlut ríkisins í honum sem fram fór með tilboðsfyrirkomulagi í mars 2022. Þá fengu 207 fjárfestar að kaupa hlut í bankanum í lokuðu útboði og Íslandsbanki var á meðal ráðgjafa sem völdu þann hóp. 

Eftir að bankinn viðurkenndi lögbrot sín í fyrrasumar og samþykkti að greiða metsekt upp á tæplega 1,2 milljarða króna í ríkissjóð voru ýmsir stjórnendur látnir taka poka sinn og stjórnarmenn viku sömuleiðis. Þar ber helst að nefna Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka frá haustinu 2008, og Ásmund Tryggvason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta. 

Bæði Birna og Ásmundur gerðu starfslokasamninga sem gerð er grein fyrir í ársreikningnum. Birna fékk um sex milljónir króna í mánuði í laun og mótframlag í lífeyrissjóð á því hálfa ári sem hún var við störf í bankanum á síðasta ári en auk þess fékk hún tólf mánuði greidda við starfslok. Bankinn gjaldfærði 82,6 milljónir króna í laun og launatengd gjöld í tengslum við samkomulagið á öðrum ársfjórðungi ársins 2023.

Starfslokasamningur Ásmundar gerði líka ráð fyrir tólf mánaða greiddum uppsagnarfresti sem ekki var gerð krafa um að yrði unnin. Íslandsbanki gjaldfærði  63,4 milljónir króna í laun og launatengd gjöld í tengslum við samkomulagið á þriðja ársfjórðungi ársins 2023.

Við starfi Birnu tók Jón Guðni Ómarsson, sem hafði verið fjármálastjóri Íslandsbanka frá 2011. Meðallaun hans á mánuði í fyrra, sem voru bæði vegna starfs hans sem fjármálastjóra og bankastjóra, voru um 4,8 milljónir króna.

Stefnt á frekari sölu

Íslenska ríkið er enn langstærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42,5 prósent eignarhlut. Aðrir stórir hluthafar eru að uppistöðu íslenskir lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir. Í fjárlögum ársins 2023 var gert ráð fyrir að sá hlutur yrði allur seldur og myndi skila ríkissjóði 76 milljarða króna í tekjur.

Þá fjármuni átti að nota til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með vaxtakostnað. Af þessu varð ekki. Hærra vaxtastig og breyttar forsendur á bankasölunni gerðu þess í stað það að verkum að vaxtagreiðslur ríkissjóðs voru sex milljörðum krónum hærri í fyrra en stefnt hafði verið að. 

Enn var gert ráð fyrir að selja hlut í Íslandsbanka á fjárlögum ársins 2024, en nú á einungis að selja helming þess sem ríkið á, eða 21,25 prósent. Áætlaðar tekjur vegna þessa eru 48,3 milljarðar króna. Eftirstandandi hlut á svo að selja á næsta ári. Þessi sala er boðuð þrátt fyrir að upplýsingar Heimildarinnar hermi að það sé alls ekki eining innan ríkisstjórnarinnar með þessa tímalínu auk þess sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er enn að rannsaka ýmsa anga síðasta söluferils. 

Þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra í október sagðist hann gera það til að skapa „frið um verkefni ráðuneytisins og ég er að undirstrika að völdum fylgir ábyrgð“. Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir tók við af honum sagði hún að forgangsverkefnið í ráðuneytinu væri að selja það sem eftir sé af hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hún boðaði almennt útboð og að ráðist yrði í það eins fljótt og verða mætti. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
4
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
9
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár