Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Hagnaður Íslandsbanka stóð í stað milli ára en stefnt að því að skila um 15 milljörðum til hluthafa

Tveir starfs­loka­samn­ing­ar við stjórn­end­ur sem voru látn­ir hætta störf­um eft­ir að Ís­lands­banki við­ur­kenndi að hafa fram­ið marg­þætt lög­brot við sölu á sjálf­um sér kost­uðu bank­ann 146 millj­ón­ir króna í fyrra. Hann greiddi alls um 1,2 millj­arð króna í sekt vegna lög­brot­anna, sem er met hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Hagnaður Íslandsbanka stóð í stað milli ára en stefnt að því að skila um 15 milljörðum til hluthafa
Tók við í fyrra Jón Guðni Ómarsson, sem hafði verið fjármálastjóri Íslandsbanka frá 2011, tók við sem bankastjóri í fyrrasumar eftir að Birnu Einarsdóttur var gert að hætta. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Íslandsbanki hagnaðist um 24,6 milljarðar króna á árinu 2023. Það er nánast sami hagnaður og bankinn sýndi árið áður, þegar hann var 24,5 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár dróst hins vegar saman og var 11,3 prósent. Taka verður inn í dæmið að 860 milljónir króna af þeim tæplega 1,2 milljarði króna sem Íslandsbanki þurfti að greiða í stjórnvaldssekt vegna lögbrota í tengslum við söluna í sjálfum sér í mars 2022 var bókfærð í fyrra. Áður hafði bankinn talið að það myndi nægja að reikna með að sektin yrði að hámarki 300 milljónir króna og bókfærðu þann kostnað á árinu 2022. Á grundvelli árangurs síðasta árs stendur til að greiða hluthöfum Íslandsbanka 12,3 milljarða króna í arð auk þess sem til stendur að kaupa eigin bréf á árinu, enda enn eftirstandandi heimild til að gera það fyrir allt að 2,7 milljarða króna. Í fyrra greiddi Íslandsbanki sömu upphæð í arð en keypti auk þess eigin bréf fyrir 2,3 milljarða króna. Því skilaði bankinn samtals um 14,6 milljörðum króna til hluthafa á síðasta ári.

Í ársreikningi Íslandsbanka kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans hafi aukist um 12,7 prósent á síðasta ári þegar þær voru 48,6 milljarðar króna. Slíkar tekjur voru 76 prósent allra hreinna rekstrartekna Íslandsbanka á árinu 2023. Vaxtamunur bankans, munurinn á því sem bankinn rukkar fyrir að lána fólki og fyrirtækjum peninga og því sem hann borgar fyrir að fá peninga lánaða, var 3,0 prósent í fyrra, og hækkaði um 0,1 prósentustig milli ára. Það er sambærilegur vaxtamunur og var hjá hinum tveimur stóru bönkunum, Landsbankanum og Arion banka. Innlán sem Íslandsbanki fékk að láni frá viðskiptavinum sínum í fyrra jukust um 7,7 milljarða króna og voru 851 milljarður króna um síðustu áramót. Á móti rýrnaði virði fjáreigna um rúman milljarð króna eftir að hafa verið jákvæð um tæplega 1,6 milljarða króna á árinu 2022. 

Hreinar þóknanatekjur jukust líka lítillega milli ára, alls um 1,3 prósent, og voru 14,2 milljarðar króna. Þá varð sú breyting á frá fyrra ári að hreinar fjármagnstekjur voru jákvæðar um 241 milljónir króna á árinu 2023, en höfðu verið neikvæðar um tæplega 1,3 milljarða króna ári áður. 

Kostnaðarhlutfall bankans var það sama og árið áður, eða 41,6 prósent. Það er undir fjárhagslegu markmiði Íslandsbanka, sem er að kostnaðarhlutfallið sé lægra en 45 prósent. 

Dýrir starfslokasamningar

Árið 2023 var ár mikilla sviptinga hjá Íslandsbanka. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands komst að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði gerst brotlegur við lög með framferði sínu i söluferli á 22,5 prósent hlut ríkisins í honum sem fram fór með tilboðsfyrirkomulagi í mars 2022. Þá fengu 207 fjárfestar að kaupa hlut í bankanum í lokuðu útboði og Íslandsbanki var á meðal ráðgjafa sem völdu þann hóp. 

Eftir að bankinn viðurkenndi lögbrot sín í fyrrasumar og samþykkti að greiða metsekt upp á tæplega 1,2 milljarða króna í ríkissjóð voru ýmsir stjórnendur látnir taka poka sinn og stjórnarmenn viku sömuleiðis. Þar ber helst að nefna Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka frá haustinu 2008, og Ásmund Tryggvason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta. 

Bæði Birna og Ásmundur gerðu starfslokasamninga sem gerð er grein fyrir í ársreikningnum. Birna fékk um sex milljónir króna í mánuði í laun og mótframlag í lífeyrissjóð á því hálfa ári sem hún var við störf í bankanum á síðasta ári en auk þess fékk hún tólf mánuði greidda við starfslok. Bankinn gjaldfærði 82,6 milljónir króna í laun og launatengd gjöld í tengslum við samkomulagið á öðrum ársfjórðungi ársins 2023.

Starfslokasamningur Ásmundar gerði líka ráð fyrir tólf mánaða greiddum uppsagnarfresti sem ekki var gerð krafa um að yrði unnin. Íslandsbanki gjaldfærði  63,4 milljónir króna í laun og launatengd gjöld í tengslum við samkomulagið á þriðja ársfjórðungi ársins 2023.

Við starfi Birnu tók Jón Guðni Ómarsson, sem hafði verið fjármálastjóri Íslandsbanka frá 2011. Meðallaun hans á mánuði í fyrra, sem voru bæði vegna starfs hans sem fjármálastjóra og bankastjóra, voru um 4,8 milljónir króna.

Stefnt á frekari sölu

Íslenska ríkið er enn langstærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42,5 prósent eignarhlut. Aðrir stórir hluthafar eru að uppistöðu íslenskir lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir. Í fjárlögum ársins 2023 var gert ráð fyrir að sá hlutur yrði allur seldur og myndi skila ríkissjóði 76 milljarða króna í tekjur.

Þá fjármuni átti að nota til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með vaxtakostnað. Af þessu varð ekki. Hærra vaxtastig og breyttar forsendur á bankasölunni gerðu þess í stað það að verkum að vaxtagreiðslur ríkissjóðs voru sex milljörðum krónum hærri í fyrra en stefnt hafði verið að. 

Enn var gert ráð fyrir að selja hlut í Íslandsbanka á fjárlögum ársins 2024, en nú á einungis að selja helming þess sem ríkið á, eða 21,25 prósent. Áætlaðar tekjur vegna þessa eru 48,3 milljarðar króna. Eftirstandandi hlut á svo að selja á næsta ári. Þessi sala er boðuð þrátt fyrir að upplýsingar Heimildarinnar hermi að það sé alls ekki eining innan ríkisstjórnarinnar með þessa tímalínu auk þess sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er enn að rannsaka ýmsa anga síðasta söluferils. 

Þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra í október sagðist hann gera það til að skapa „frið um verkefni ráðuneytisins og ég er að undirstrika að völdum fylgir ábyrgð“. Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir tók við af honum sagði hún að forgangsverkefnið í ráðuneytinu væri að selja það sem eftir sé af hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hún boðaði almennt útboð og að ráðist yrði í það eins fljótt og verða mætti. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár