Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hagnaður Íslandsbanka stóð í stað milli ára en stefnt að því að skila um 15 milljörðum til hluthafa

Tveir starfs­loka­samn­ing­ar við stjórn­end­ur sem voru látn­ir hætta störf­um eft­ir að Ís­lands­banki við­ur­kenndi að hafa fram­ið marg­þætt lög­brot við sölu á sjálf­um sér kost­uðu bank­ann 146 millj­ón­ir króna í fyrra. Hann greiddi alls um 1,2 millj­arð króna í sekt vegna lög­brot­anna, sem er met hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Hagnaður Íslandsbanka stóð í stað milli ára en stefnt að því að skila um 15 milljörðum til hluthafa
Tók við í fyrra Jón Guðni Ómarsson, sem hafði verið fjármálastjóri Íslandsbanka frá 2011, tók við sem bankastjóri í fyrrasumar eftir að Birnu Einarsdóttur var gert að hætta. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Íslandsbanki hagnaðist um 24,6 milljarðar króna á árinu 2023. Það er nánast sami hagnaður og bankinn sýndi árið áður, þegar hann var 24,5 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár dróst hins vegar saman og var 11,3 prósent. Taka verður inn í dæmið að 860 milljónir króna af þeim tæplega 1,2 milljarði króna sem Íslandsbanki þurfti að greiða í stjórnvaldssekt vegna lögbrota í tengslum við söluna í sjálfum sér í mars 2022 var bókfærð í fyrra. Áður hafði bankinn talið að það myndi nægja að reikna með að sektin yrði að hámarki 300 milljónir króna og bókfærðu þann kostnað á árinu 2022. Á grundvelli árangurs síðasta árs stendur til að greiða hluthöfum Íslandsbanka 12,3 milljarða króna í arð auk þess sem til stendur að kaupa eigin bréf á árinu, enda enn eftirstandandi heimild til að gera það fyrir allt að 2,7 milljarða króna. Í fyrra greiddi Íslandsbanki sömu upphæð í arð en keypti auk þess eigin bréf fyrir 2,3 milljarða króna. Því skilaði bankinn samtals um 14,6 milljörðum króna til hluthafa á síðasta ári.

Í ársreikningi Íslandsbanka kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans hafi aukist um 12,7 prósent á síðasta ári þegar þær voru 48,6 milljarðar króna. Slíkar tekjur voru 76 prósent allra hreinna rekstrartekna Íslandsbanka á árinu 2023. Vaxtamunur bankans, munurinn á því sem bankinn rukkar fyrir að lána fólki og fyrirtækjum peninga og því sem hann borgar fyrir að fá peninga lánaða, var 3,0 prósent í fyrra, og hækkaði um 0,1 prósentustig milli ára. Það er sambærilegur vaxtamunur og var hjá hinum tveimur stóru bönkunum, Landsbankanum og Arion banka. Innlán sem Íslandsbanki fékk að láni frá viðskiptavinum sínum í fyrra jukust um 7,7 milljarða króna og voru 851 milljarður króna um síðustu áramót. Á móti rýrnaði virði fjáreigna um rúman milljarð króna eftir að hafa verið jákvæð um tæplega 1,6 milljarða króna á árinu 2022. 

Hreinar þóknanatekjur jukust líka lítillega milli ára, alls um 1,3 prósent, og voru 14,2 milljarðar króna. Þá varð sú breyting á frá fyrra ári að hreinar fjármagnstekjur voru jákvæðar um 241 milljónir króna á árinu 2023, en höfðu verið neikvæðar um tæplega 1,3 milljarða króna ári áður. 

Kostnaðarhlutfall bankans var það sama og árið áður, eða 41,6 prósent. Það er undir fjárhagslegu markmiði Íslandsbanka, sem er að kostnaðarhlutfallið sé lægra en 45 prósent. 

Dýrir starfslokasamningar

Árið 2023 var ár mikilla sviptinga hjá Íslandsbanka. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands komst að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði gerst brotlegur við lög með framferði sínu i söluferli á 22,5 prósent hlut ríkisins í honum sem fram fór með tilboðsfyrirkomulagi í mars 2022. Þá fengu 207 fjárfestar að kaupa hlut í bankanum í lokuðu útboði og Íslandsbanki var á meðal ráðgjafa sem völdu þann hóp. 

Eftir að bankinn viðurkenndi lögbrot sín í fyrrasumar og samþykkti að greiða metsekt upp á tæplega 1,2 milljarða króna í ríkissjóð voru ýmsir stjórnendur látnir taka poka sinn og stjórnarmenn viku sömuleiðis. Þar ber helst að nefna Birnu Einarsdóttur, sem hafði verið bankastjóri Íslandsbanka frá haustinu 2008, og Ásmund Tryggvason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta. 

Bæði Birna og Ásmundur gerðu starfslokasamninga sem gerð er grein fyrir í ársreikningnum. Birna fékk um sex milljónir króna í mánuði í laun og mótframlag í lífeyrissjóð á því hálfa ári sem hún var við störf í bankanum á síðasta ári en auk þess fékk hún tólf mánuði greidda við starfslok. Bankinn gjaldfærði 82,6 milljónir króna í laun og launatengd gjöld í tengslum við samkomulagið á öðrum ársfjórðungi ársins 2023.

Starfslokasamningur Ásmundar gerði líka ráð fyrir tólf mánaða greiddum uppsagnarfresti sem ekki var gerð krafa um að yrði unnin. Íslandsbanki gjaldfærði  63,4 milljónir króna í laun og launatengd gjöld í tengslum við samkomulagið á þriðja ársfjórðungi ársins 2023.

Við starfi Birnu tók Jón Guðni Ómarsson, sem hafði verið fjármálastjóri Íslandsbanka frá 2011. Meðallaun hans á mánuði í fyrra, sem voru bæði vegna starfs hans sem fjármálastjóra og bankastjóra, voru um 4,8 milljónir króna.

Stefnt á frekari sölu

Íslenska ríkið er enn langstærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42,5 prósent eignarhlut. Aðrir stórir hluthafar eru að uppistöðu íslenskir lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir. Í fjárlögum ársins 2023 var gert ráð fyrir að sá hlutur yrði allur seldur og myndi skila ríkissjóði 76 milljarða króna í tekjur.

Þá fjármuni átti að nota til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með vaxtakostnað. Af þessu varð ekki. Hærra vaxtastig og breyttar forsendur á bankasölunni gerðu þess í stað það að verkum að vaxtagreiðslur ríkissjóðs voru sex milljörðum krónum hærri í fyrra en stefnt hafði verið að. 

Enn var gert ráð fyrir að selja hlut í Íslandsbanka á fjárlögum ársins 2024, en nú á einungis að selja helming þess sem ríkið á, eða 21,25 prósent. Áætlaðar tekjur vegna þessa eru 48,3 milljarðar króna. Eftirstandandi hlut á svo að selja á næsta ári. Þessi sala er boðuð þrátt fyrir að upplýsingar Heimildarinnar hermi að það sé alls ekki eining innan ríkisstjórnarinnar með þessa tímalínu auk þess sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands er enn að rannsaka ýmsa anga síðasta söluferils. 

Þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra í október sagðist hann gera það til að skapa „frið um verkefni ráðuneytisins og ég er að undirstrika að völdum fylgir ábyrgð“. Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir tók við af honum sagði hún að forgangsverkefnið í ráðuneytinu væri að selja það sem eftir sé af hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hún boðaði almennt útboð og að ráðist yrði í það eins fljótt og verða mætti. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
2
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár