„Mér fannst þetta bara ganga vel,“ segir Birta Hall, nemandi í 8. bekk í Hagaskóla og einn skipuleggjenda krakkamótmælanna sem fóru fram á þriðjudag og höfðu þann tilgang að styðja við Palestínu. Fjöldi nemenda úr grunn- og menntaskólum höfuðborgarsvæðisins tóku þátt í „skólaverkfallinu“ þar sem þau mættu á Austurvöll til að mótmæla. „Við vorum alveg að búast við fólki en ég veit ekki alveg hvort við höfum búist við svona mörgum.“
Hugmyndin að verkfallinu spratt upp þegar Birta, ásamt vinum sínum, kíkti í heimsókn í tjaldbúðirnar á Austurvelli, þar sem palestínskir feður kröfðust þess að fjölskyldur þeirra á Gaza yrðu fluttar til Íslands. Atlas Másson, vinur Birtu, spurði vinahópinn, þegar þau sátu í tjaldinu, hvort þau ættu …
Athugasemdir