Í tíunda þætti Pressu komu almannatenglarnir Björgvin Guðmundsson, hjá KOM, og Andrés Jónsson, hjá Góðum samskiptum, til þess að ræða stjórnmálaástandið. Gestirnir voru sammála um að ástandið í stjórnmálum væri sérstakt. Stjórnarandstaðan sitji álengdar á hliðarlínunni á meðan ríkisstjórnin virðist vera sjálfbær um stjórnarandstöðu. Björgvin sagðist ekki muna eftir svipuðu ástandi áður úr stjórnmálasögunni.
„Manni finnst eins og allir séu fastir í sírópi getum við sagt, það er erfitt að hreyfa sig og enginn þorir að taka af skarið,“ segir Björgvin sem telur að ríkisstjórnin muni einbeita sér að því að halda sjó og bregðast við aðkallandi málum sem komi á borð ríkisstjórnarinnar eins og til dæmis á málefni Grindavíkur.
Stirt stjórnarsamstarf
Andrés tók undir með Björgvini með það að svo virðist sem að forysta stjórnarflokkanna ætti nú á dögum erfiðara með að lægja öldurnar og …
Athugasemdir