Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ekki hlustað á mann sem sagði „Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf“

„Það eru mann­rétt­indi að fá að segja ‘Nei, ég vil ekki þessa með­ferð’,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar um mál gæslu­varð­halds­fanga sem var svipt­ur sjálfræði á ólög­mæt­an hátt og þving­að­ur til að taka sterk geð­lyf. Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur sem fór fram á sjálfræð­is­svipt­ing­una tjá­ir sig ekki um mál­ið.

Ekki hlustað á mann sem sagði „Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf“
Grafalvarlegt Grímur Atlason segir mannréttindi gæsluvarðahaldsfangans hafa verið brotin og að hann eigi að geta leitað réttar sína. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þessi maður hefur sín réttindi og þau eru tekin af honum með ólögmætum hætti,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um mál fanga á Litla-Hrauni sem var sviptur sjálfræði og látinn taka geðrofslyf gegn vilja sínum.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um sjálfræðissviptinguna en Landsréttur vísaði málinu frá á grundvelli þess að það hefði verið háð á röngu dómþingi; maðurinn hefði dvalið á Litla-Hrauni nánast allt árið 2023 og málið hefði því átt að fara fyrir Héraðsdóm Suðurlands. „Það er mjög alvarlegt að svipta fólk sjálfræði og það á að vera mjög erfitt að gera það,“ segir hann.

Heimildin greindi frá málinu í liðinni viku. Þar kom fram að fangi í gæslu­varð­haldi hafi verið þving­að­ur gegn vilja sín­um til að fá forðaspraut­ur af sterku geðrofs­lyfi. Mað­ur­inn var svipt­ur sjálfræði sam­kvæmt úr­skurði Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þann 2. janúar en Lands­rétt­ur hef­ur vís­að mál­inu frá dómi þann 23. janúar á grund­velli þess að það hafi ver­ið háð á röngu lög­gjaf­ar­þingi. Maðurinn er því aftur kominn með sjálfræði en á lyfin fékk hann á meðan hann var sviptur.

Segir mannréttindi fangans brotin

„Við viljum meina að það sé ekki nægjanlega hlustað á fólk. Það eru mannréttindi að fá að segja ‘Nei, ég vil ekki þessa meðferð.’ Það er okkar sýn. Hér var ekki hlustað á mann sem sagði ‘Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf’,“ segir Grímur. 

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í lok mars 2023. Hann var andsnúinn því að vera lagður inn á geðdeild og mótmælti því að taka geðrofslyf í töfluformi. Verj­andi manns­ins úti­lok­ar ekki miska­bóta­kröfu.

Grímur segir mannréttindi fangans hafa verið brotin. „Hann vildi sjálfur ekki taka lyf, og hann var neyddur til að gera það á grundvelli úrskurðar sem stóðst ekki lög. Hann á auðvitað að geta sótt rétt sinn,“ segir hann. 

Ekki nýtt af nálinni að kjósa frekar fangelsið

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýndi vinnubrögð í máli mannsins harðlega. „Öllum er ljóst að víða er pottur brotinn þegar kemur að meðferð þessa máls og mörgum öðrum, og á meðan heilbrigðiskerfið og dómskerfið deila um hver eigi að sjá um einstaklinginn er fólk fársjúkt í fangelsi. Hvar erum við eiginlega stödd?“ spurði hann í samtali við Heimildina á dögunum og segist vel geta tekið undir orð Inga Freys Ágústssonar, lögmanns mannsins „um að það er bara allt rangt við þetta og að þetta er mjög alvarlegt mál.“  

Grímur er sammál því að það skjóti skökku við að veikur maður sé vistaður í fangelsi. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem við heyrum að menn sem hafa verið dæmdir, verið ýmist á réttargeðeild eða öryggisgeðdeild, að þeir vilji frekar vera í einangrun í fangelsi. Það er virkilega sorglegt. Geðdeildirnar eru svo lyfjamiðaðar, sem er ekki gott. En til að taka upp hanskann fyrir starfsfólk geðdeildirnar þá búa þær við mikinn skort. Fjármagnið sem fer til þeirra er lítið, húsnæðið er slæmt,“ segir hann. 

Engin viðbrögð frá velferðarsviði

Þá bendir Grímur á að á morgun, föstudag, sá á dagskrá RUV styrktarþátturinn „G vítamín - gott fyrir geðheilsuna“ þar sem stóra myndin verði skoðuð í geðheilbrigðismálum Íslendinga. Þar séu meðal annars skoðaðar geðdeildir í Danmörku sem Grímur segir fá mun meira fjármagn en tíðkist hér á landi og þar starfi aðeins fagmenntað starfsfólk, sem æskilegt væri hér. 

Þegar Heimildin óskaði eftir viðbrögðum vegna frávísunarinar frá velferðarsviði Reykjavíkur sem fór fram á sjálfræðissviptinguna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fengust þau svör að starfsfólk borgarinnar tjái sig ekki um dómsmál eða um málefni einstaklinga.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
4
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
6
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
9
Þekking

Risa­hell­ir fund­inn á tungl­inu: Verð­ur hann fyrsti ból­stað­ur okk­ar?

Það var til marks um stórt skref í þró­un­ar­sögu manns­ins þeg­ar fyrstu hóp­ar manna hættu að leita sér næt­urstað­ar á víða­vangi held­ur sett­ust að í hell­um. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þró­un­ar­ferli manns­ins að setj­ast að á öðr­um hnetti en okk­ar heimaplán­etu og þá ein­mitt í helli — á tungl­inu. Langt er síð­an vís­inda­menn átt­uðu...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
1
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
3
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
4
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár