Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ekki hlustað á mann sem sagði „Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf“

„Það eru mann­rétt­indi að fá að segja ‘Nei, ég vil ekki þessa með­ferð’,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar um mál gæslu­varð­halds­fanga sem var svipt­ur sjálfræði á ólög­mæt­an hátt og þving­að­ur til að taka sterk geð­lyf. Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur sem fór fram á sjálfræð­is­svipt­ing­una tjá­ir sig ekki um mál­ið.

Ekki hlustað á mann sem sagði „Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf“
Grafalvarlegt Grímur Atlason segir mannréttindi gæsluvarðahaldsfangans hafa verið brotin og að hann eigi að geta leitað réttar sína. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þessi maður hefur sín réttindi og þau eru tekin af honum með ólögmætum hætti,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um mál fanga á Litla-Hrauni sem var sviptur sjálfræði og látinn taka geðrofslyf gegn vilja sínum.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um sjálfræðissviptinguna en Landsréttur vísaði málinu frá á grundvelli þess að það hefði verið háð á röngu dómþingi; maðurinn hefði dvalið á Litla-Hrauni nánast allt árið 2023 og málið hefði því átt að fara fyrir Héraðsdóm Suðurlands. „Það er mjög alvarlegt að svipta fólk sjálfræði og það á að vera mjög erfitt að gera það,“ segir hann.

Heimildin greindi frá málinu í liðinni viku. Þar kom fram að fangi í gæslu­varð­haldi hafi verið þving­að­ur gegn vilja sín­um til að fá forðaspraut­ur af sterku geðrofs­lyfi. Mað­ur­inn var svipt­ur sjálfræði sam­kvæmt úr­skurði Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þann 2. janúar en Lands­rétt­ur hef­ur vís­að mál­inu frá dómi þann 23. janúar á grund­velli þess að það hafi ver­ið háð á röngu lög­gjaf­ar­þingi. Maðurinn er því aftur kominn með sjálfræði en á lyfin fékk hann á meðan hann var sviptur.

Segir mannréttindi fangans brotin

„Við viljum meina að það sé ekki nægjanlega hlustað á fólk. Það eru mannréttindi að fá að segja ‘Nei, ég vil ekki þessa meðferð.’ Það er okkar sýn. Hér var ekki hlustað á mann sem sagði ‘Mig langar ekki að taka þessi geðrofslyf’,“ segir Grímur. 

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í lok mars 2023. Hann var andsnúinn því að vera lagður inn á geðdeild og mótmælti því að taka geðrofslyf í töfluformi. Verj­andi manns­ins úti­lok­ar ekki miska­bóta­kröfu.

Grímur segir mannréttindi fangans hafa verið brotin. „Hann vildi sjálfur ekki taka lyf, og hann var neyddur til að gera það á grundvelli úrskurðar sem stóðst ekki lög. Hann á auðvitað að geta sótt rétt sinn,“ segir hann. 

Ekki nýtt af nálinni að kjósa frekar fangelsið

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýndi vinnubrögð í máli mannsins harðlega. „Öllum er ljóst að víða er pottur brotinn þegar kemur að meðferð þessa máls og mörgum öðrum, og á meðan heilbrigðiskerfið og dómskerfið deila um hver eigi að sjá um einstaklinginn er fólk fársjúkt í fangelsi. Hvar erum við eiginlega stödd?“ spurði hann í samtali við Heimildina á dögunum og segist vel geta tekið undir orð Inga Freys Ágústssonar, lögmanns mannsins „um að það er bara allt rangt við þetta og að þetta er mjög alvarlegt mál.“  

Grímur er sammál því að það skjóti skökku við að veikur maður sé vistaður í fangelsi. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem við heyrum að menn sem hafa verið dæmdir, verið ýmist á réttargeðeild eða öryggisgeðdeild, að þeir vilji frekar vera í einangrun í fangelsi. Það er virkilega sorglegt. Geðdeildirnar eru svo lyfjamiðaðar, sem er ekki gott. En til að taka upp hanskann fyrir starfsfólk geðdeildirnar þá búa þær við mikinn skort. Fjármagnið sem fer til þeirra er lítið, húsnæðið er slæmt,“ segir hann. 

Engin viðbrögð frá velferðarsviði

Þá bendir Grímur á að á morgun, föstudag, sá á dagskrá RUV styrktarþátturinn „G vítamín - gott fyrir geðheilsuna“ þar sem stóra myndin verði skoðuð í geðheilbrigðismálum Íslendinga. Þar séu meðal annars skoðaðar geðdeildir í Danmörku sem Grímur segir fá mun meira fjármagn en tíðkist hér á landi og þar starfi aðeins fagmenntað starfsfólk, sem æskilegt væri hér. 

Þegar Heimildin óskaði eftir viðbrögðum vegna frávísunarinar frá velferðarsviði Reykjavíkur sem fór fram á sjálfræðissviptinguna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fengust þau svör að starfsfólk borgarinnar tjái sig ekki um dómsmál eða um málefni einstaklinga.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár