Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Aukin umsvif lyfjarisans skýri áttföldun greiðslna

Danski lyfjaris­inn Novo Nordisk greiddi ís­lensku heil­brigð­is­starfs­fólki, -fé­lög­um og -stofn­un­um 15 millj­ón­ir króna í fyrra. Sú upp­hæð er sam­bæri­leg þeirri ár­ið áð­ur en frá 2020 til 2022 átt­fald­að­ist upp­hæð­in sem fyr­ir­tæk­ið greiddi Ís­lend­ing­um.

Aukin umsvif lyfjarisans skýri áttföldun greiðslna
Stjórinn Lars Fruergaard Jørgensen, aðalframkvæmdastjóri Novo Nordisk. Fyrirtæki hans hefur grætt risavaxnar upphæðir á lyfjum sem notuð eru við sykursýki og offitu en einnig í megrunarskyni. Mynd: AFP

Novo Nordisk, sem er þekktast fyrir lyf sem eru notuð til þyngdarstjórnunar, hagnaðist um það sem jafngildir um 1.700 milljörðum íslenskra króna í fyrra, um helmingi meira en árið áður. Greiðslur Novo Nordisk til íslensks heilbrigðisstarfsfólks, -stofnana og fyrirtækja – sem námu 15 milljónum í fyrra og samtals um 20 milljónum árin þrjú á undan – eru því einungis agnarsmár dropi úr fjársjóði fyrirtækisins.

Verulegir fjármunir renna þó úr vösum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) til fyrirtækisins. Um 15% af heildarútgjöldum SÍ í fyrra fór í að niðurgreiða sykursýkislyf sem sum eru einnig notuð til þyngdarstjórnunar: Saxenda, Wegovy, Ozempic og Victoza. Novo Nordisk framleiðir öll lyfin. 12.000 manns tóku þau hérlendis í fyrra og 8.000 þeirra fengu greiðsluþátttöku SÍ. Aðeins 1.700 manns fengu lyfjunum ávísað með greiðsluþátttöku árið 2019. Á sama tíma og kúnnahópur fyrirtækisins hér á landi stækkaði áttfölduðust greiðslur Novo …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár