Novo Nordisk, sem er þekktast fyrir lyf sem eru notuð til þyngdarstjórnunar, hagnaðist um það sem jafngildir um 1.700 milljörðum íslenskra króna í fyrra, um helmingi meira en árið áður. Greiðslur Novo Nordisk til íslensks heilbrigðisstarfsfólks, -stofnana og fyrirtækja – sem námu 15 milljónum í fyrra og samtals um 20 milljónum árin þrjú á undan – eru því einungis agnarsmár dropi úr fjársjóði fyrirtækisins.
Verulegir fjármunir renna þó úr vösum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) til fyrirtækisins. Um 15% af heildarútgjöldum SÍ í fyrra fór í að niðurgreiða sykursýkislyf sem sum eru einnig notuð til þyngdarstjórnunar: Saxenda, Wegovy, Ozempic og Victoza. Novo Nordisk framleiðir öll lyfin. 12.000 manns tóku þau hérlendis í fyrra og 8.000 þeirra fengu greiðsluþátttöku SÍ. Aðeins 1.700 manns fengu lyfjunum ávísað með greiðsluþátttöku árið 2019. Á sama tíma og kúnnahópur fyrirtækisins hér á landi stækkaði áttfölduðust greiðslur Novo …
Athugasemdir