Fida Abu Libdeh var inni að leika sér í íbúð fjölskyldunnar í blokk í Jerúsalem þegar yngri bróðir hennar kom inn til hennar og sagði: „Wala datt fram af svölunum.“ Fida, sem var 11 ára gömul á þessum tíma, trúði ekki orðum bróður síns og fór sjálf út á svalir. Þegar hún leit fram af svölunum birtist henni hræðileg sjón. Á jörðinni lá fimm ára systir hennar, Wala Abu Libdeh.
„Enn þann dag í dag sé ég fyrir mér hvernig hún lá þarna í blóði sínu,“ segir Fida. „Þetta var áfall.“
Fida, Wala, systkini þeirra og foreldrar eru palestínsk og voru þrátt fyrir að borga skatta í Ísrael með mjög takmörkuð réttindi þar þegar slysið átti sér stað. Á spítalanum sem þau höfðu aðgengi að í arabíska hluta Jerúsalem var einungis í boði grunnþjónusta sem nægði ekki til að bjarga lífi Wölu.
„Þau gátu ekki aðstoðað hana og sögðu okkur …
Athugasemdir (1)