Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tómas með illkynja æxli í ristli

Tóm­as Guð­bjarts­son lækn­ir hef­ur frá ára­mót­um ver­ið í leyfi frá störf­um. Hann greindi frá því í dag að hafa ver­ið í rann­sókn­um vegna æxl­is í ristli. Reynd­ist æxl­ið ill­kynja.

Tómas með illkynja æxli í ristli

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son hefur verið í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann síðan í ársbyrjun. „Frá áramótum hef ég jafnframt verið í rannsóknum vegna æxlis í ristli sem við frekari rannsóknir reyndist illkynja. Því miður tókst ekki að fjarlægja það með minni aðgerð og mun ég því þurfa að gangast undir stærri skurðaðgerð bráðlega,“ skrifar hann á Facebook.  „Fyrir vikið verð ég áfram í veikindaleyfi næstu mánuði. Ég þakka veittan stuðning á síðustu vikum,“ segir Tómas í Facebook færslu sinni.

Í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á RÚV  fyrr á þessu ári var haldið fram að brotthvarf Tómasar frá störfum tengdist aðkomu hans að plastbarkamálinu. Sögðust umsjónarmenn þáttarins hafa heimildir fyrir því að framtíð og staða Tómasar væri í skoðun hjá æðstu stjórnendum Landspítalans. Einhverjir teldu að hann yrði að hætta störfum vegna aðkomu sinnar að plastbarkaígræðslunni á Andemariam Beyene.

Tómas var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Tómas birti færslu á Facebook 8. janúar síðastliðinn þar sem hann hafnaði því að leyfið væri vegna plastbarkamálsins. Landsspítalanum. Hann sagðist hafa sótt sjálfur um sjúkra leyfi og með því hafi hann verið að fylgja eindregnum ráðum lækna. „Það geri ég bæði heilsu minnar vegna og með hagsmuni sjúklinga minna í huga“.

Í starfi hjarta- og lungnaskurðlæknis geti mistök í aðgerð auðveldlega ógnað lífi þeirra, en „í þeim stormi sem hefur geisað undanfarið hef ég ekki haft þá einbeitingu sem starfið krefst. Stjórnendur á Landspítala hafa stutt þessa ákvörðun mína.“

Færslu Tómasar í dag í heild sinni er hægt að lesa hér að neðan:

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár