Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglan skráir enn fleiri hugsanlega hatursglæpi

Fjöldi skráðra til­vika hugs­an­legra hat­urs­glæpa tvö­fald­að­ist á milli ár­anna 2022 og 2023. Í fyrra skráði lög­regla 47 slík til­vik en ár­ið áð­ur 25.

Lögreglan skráir enn fleiri hugsanlega hatursglæpi
Aukning Erfitt er að segja hvort glæpunum sjálfum sé að fjölga en skráðum tilvikum hugsanlegra hatursglæpa hefur sannarlega fjölgað. Mynd: Eyþór Árnason

Lögreglan skráði 20 tilvik hugsanlegra hatursglæpa vegna þjóðernis eða trúarbragða í fyrra. 18 tilvik voru skráð vegna kynhneigðar eða kynvitundar og 9 vegna annars. Alls voru skráð tilvik hugsanlegra hatursglæpa 47, um tvöfalt fleiri en árið áður. Það sem af er ári hafa þrjú hugsanleg tilvik verið skráð. 

Þetta kemur fram í skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Heimildarinnar. 

„Það hefur orðið aukning í skráðum tilkynningum um hugsanlegan hatursglæp. Erfitt er að segja hvort það sé raunaukning þar sem ýmislegt getur haft áhrif á þessa þróun, til dæmis vitundarvakning meðal almennings, aukin þekking lögreglu á brotunum og/eða bætt skráning lögreglu, t.a.m. í kjölfar aukinnar fræðslu“,  segir í svarinu. 

Þar kemur jafnframt fram að 17 tilvik hafi verið skráð vegna brota þar sem ráðist er á mann eða hóp manna með rógi, smánun, ógnun eða öðrum hætti vegna litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Fjöldi skráðra slíkra brota var 9 árið áður …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár