Lögreglan skráði 20 tilvik hugsanlegra hatursglæpa vegna þjóðernis eða trúarbragða í fyrra. 18 tilvik voru skráð vegna kynhneigðar eða kynvitundar og 9 vegna annars. Alls voru skráð tilvik hugsanlegra hatursglæpa 47, um tvöfalt fleiri en árið áður. Það sem af er ári hafa þrjú hugsanleg tilvik verið skráð.
Þetta kemur fram í skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Heimildarinnar.
„Það hefur orðið aukning í skráðum tilkynningum um hugsanlegan hatursglæp. Erfitt er að segja hvort það sé raunaukning þar sem ýmislegt getur haft áhrif á þessa þróun, til dæmis vitundarvakning meðal almennings, aukin þekking lögreglu á brotunum og/eða bætt skráning lögreglu, t.a.m. í kjölfar aukinnar fræðslu“, segir í svarinu.
Þar kemur jafnframt fram að 17 tilvik hafi verið skráð vegna brota þar sem ráðist er á mann eða hóp manna með rógi, smánun, ógnun eða öðrum hætti vegna litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Fjöldi skráðra slíkra brota var 9 árið áður …
Athugasemdir