Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglan skráir enn fleiri hugsanlega hatursglæpi

Fjöldi skráðra til­vika hugs­an­legra hat­urs­glæpa tvö­fald­að­ist á milli ár­anna 2022 og 2023. Í fyrra skráði lög­regla 47 slík til­vik en ár­ið áð­ur 25.

Lögreglan skráir enn fleiri hugsanlega hatursglæpi
Aukning Erfitt er að segja hvort glæpunum sjálfum sé að fjölga en skráðum tilvikum hugsanlegra hatursglæpa hefur sannarlega fjölgað. Mynd: Eyþór Árnason

Lögreglan skráði 20 tilvik hugsanlegra hatursglæpa vegna þjóðernis eða trúarbragða í fyrra. 18 tilvik voru skráð vegna kynhneigðar eða kynvitundar og 9 vegna annars. Alls voru skráð tilvik hugsanlegra hatursglæpa 47, um tvöfalt fleiri en árið áður. Það sem af er ári hafa þrjú hugsanleg tilvik verið skráð. 

Þetta kemur fram í skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Heimildarinnar. 

„Það hefur orðið aukning í skráðum tilkynningum um hugsanlegan hatursglæp. Erfitt er að segja hvort það sé raunaukning þar sem ýmislegt getur haft áhrif á þessa þróun, til dæmis vitundarvakning meðal almennings, aukin þekking lögreglu á brotunum og/eða bætt skráning lögreglu, t.a.m. í kjölfar aukinnar fræðslu“,  segir í svarinu. 

Þar kemur jafnframt fram að 17 tilvik hafi verið skráð vegna brota þar sem ráðist er á mann eða hóp manna með rógi, smánun, ógnun eða öðrum hætti vegna litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Fjöldi skráðra slíkra brota var 9 árið áður …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár