Tvö einkarekin hjúkrunarheimili á Akureyri, Hlíð og Lögmannshlíð, voru með rúmlega 3,2 milljarða króna tekjur árið 2022 og skiluðu tæplega 54 milljóna króna hagnaði á árinu. Fyrirtækin eru í eigu sömu aðila og eiga einkarekna heilbrigðisfyrirtækið Heilsuvernd sem einnig hyggur á opnun heilsugæslustöðvar á Akureyri og hefur tryggt sér starfskrafta að minnsta kosti fjögurra lækna í bænum. Athygli vekur að tekjur félagsins jukust um rúmlega 1 milljarð króna á milli ára, frá 2021 til 2022.
„Í grunninn snýst þetta um að það er búið að búa til skort á hjúkrunarrýmum sem einkavæðingunni er ætlað að laga“
Teitur Guðmundsson læknir er framkvæmdastjóri Heilsuverndar og tengdra félaga og andlit þess út á við. Eiginkona hans, Lilja Þórey Guðmundsdóttir, er skráður meirihlutaeigandi í þessum fyrirtækjum með 60 prósenta hlut á móti 40 prósenta hlut Sturlu Björns …
Willum er natturulega KR INGUR OG ÆTTI AÐ ÞEKKJA MJÖG VAFASAMAN REKSTUR ÞESS
FELAGS I TUGI ARA.
BURT BURT MEÐ YKKUR .
Hvers vegna fer framsóknarflokkurinn ekki fram með einkavinavæðingu heilbrigðiskerfisins í næstu kosningum ?
Við hvað er framsóknarflokkurinn svona hræddur ?
Jú, að þurrkast út ?
Þessi þreskivél einkavæðingar virðist óstöðvandi, enda knúin áfram af græðgi.