Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
Ætla að stefna sænska ríkinu Þeir Oscar Simonson, til vinstri, og Karl Henrik Grinnemo ætla að stefna sænska ríkinu út þeirri meðferð sem þeir fengu á Karolinska-sjúkrahúsinu og í samnefndum háskóla eftir að þeir byrjuðu að ljóstra upp um Macchiarini-málið. Þeir sjást hér í vinnu sinni á Akademiska-sjúkrahúsinu í Uppsala í janúar. Mynd: Pernilla Sjöholm

Einn af uppljóstrurunum í plastbarkamálinu svokallaða, Karl-Henrik Grinnemo, segir að enn eigi eftir að gera það almennilega upp í Svíþjóð. „Plastbarkamálið er enn þá opið sár vegna þess að málið hefur ekki verið gert almennilega upp hér. Þetta hefur verið hörmulega gert í Svíþjóð. Hér hefur aldrei verið gerð almennileg sjálfstæð rannsókn á málinu. Báðar rannsóknirnar sem voru gerðar hér í Svíþjóð voru gerðar að beiðni Karolinska-háskólans og – sjúkrahússins sem greiddi fyrir þær.“ 

Karl-Henrik er einn af uppljóstrurunum fjórum sem kom upp um málið: Ígræðslur ítalska skurðlæknisins Paulo Macchiarini á börkum úr plasti á Karolinska-sjúkrahúsinu í Solna á árunum 2011 til 2013. Heimildin tók viðtal við hann og Oscar Simonsson, annan af uppljóstrurum í gegnum Zoom, en þeir eru í dag læknar á Akademiska-sjúkrahúsinu í Uppsala eftir að hafa hrökklast úr störfum sínum á Karolinska. 

Oscar segir um starfslokin: „Markmið stjórnenda Karolinska var að við myndum segja upp …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Ég er stolt af landspítalanum sem ég vinn á sem eldri sjúkraliði í tímavinnu, að þessi stofnun og forstjóri hennar hafði manndóm til að biðja afsökunar á hræðilegum mistökum. Það er meira en risasjúkrahúsið Karolinska virðist geta brotið odd af oflæti sínu og sýnt smá auðmýkt. Svo óska ég Tómasi hjartalækni góðrar hvíldar og að hann nái fyrri starfskröftum og reisn, hann er of góður læknir til að vera of lengi í fríi. Það er hræðileg reynsla að lenda í siðblindum mönnum eins og ítalanum hraðlygna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár