Einn af uppljóstrurunum í plastbarkamálinu svokallaða, Karl-Henrik Grinnemo, segir að enn eigi eftir að gera það almennilega upp í Svíþjóð. „Plastbarkamálið er enn þá opið sár vegna þess að málið hefur ekki verið gert almennilega upp hér. Þetta hefur verið hörmulega gert í Svíþjóð. Hér hefur aldrei verið gerð almennileg sjálfstæð rannsókn á málinu. Báðar rannsóknirnar sem voru gerðar hér í Svíþjóð voru gerðar að beiðni Karolinska-háskólans og – sjúkrahússins sem greiddi fyrir þær.“
Karl-Henrik er einn af uppljóstrurunum fjórum sem kom upp um málið: Ígræðslur ítalska skurðlæknisins Paulo Macchiarini á börkum úr plasti á Karolinska-sjúkrahúsinu í Solna á árunum 2011 til 2013. Heimildin tók viðtal við hann og Oscar Simonsson, annan af uppljóstrurum í gegnum Zoom, en þeir eru í dag læknar á Akademiska-sjúkrahúsinu í Uppsala eftir að hafa hrökklast úr störfum sínum á Karolinska.
Oscar segir um starfslokin: „Markmið stjórnenda Karolinska var að við myndum segja upp …
Athugasemdir (1)