Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Magnaðar myndir af íslenskri náttúru vinna til alþjóðlegra verðlauna

Í al­þjóð­legri sam­keppni um ferða­ljós­mynd árs­ins unnu tvær mynd­ir af ís­lenskri nátt­úru til verð­launa. Önn­ur mynd­in sýn­ir fljót­andi hraun úr Litla-Hrút og hin Svína­fells­jök­ul.

Magnaðar myndir af íslenskri náttúru vinna til alþjóðlegra verðlauna

Tvær myndir sem teknar voru á Íslandi voru á meðal verðlaunamynda í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni um ferðaljósmynd ársins, International Travel Photographer of the Year. Verðlaunahafarnir voru kynntir á BBC, en þar kemur fram að alls hafi ljósmyndarar frá 150 löndum sent inn yfir 20 þúsund ljósmyndir.

Myndirnar sem teknar voru hér á landi og unnu til verðlauna voru veittar annars vegar í flokki ungra ljósmyndara og hins vegar flokki landslags og umhverfis. 

Ljósmyndarinn sem vann til verðlauna í flokki ungra ljósmyndara heitir Zayan Durrani og er fjórtán ára gamall. Hann kom til Íslands með föður sínum til að skoða eldgosið við Litla-Hrút og tók drónamynd af gosinu. Í viðtali við BBC segir hann þá feðga hafa verið í kapphlaupi við tímann þegar þeir gengu að Litla-Hrút þar sem farið hafi verið að dimma og þétt þoka var að breiðast yfir dalinn. 

Armand Sarlangue vann síðan til verðlauna í flokki landslags og umhverfis fyrir mynd af Svínafellsjökli. Myndin var tekin með dróna í víðmynd. Þar sést vel hvernig jökullinn rennur ofan í jökulvatnið og jökuláin streymir burt. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár