Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Magnaðar myndir af íslenskri náttúru vinna til alþjóðlegra verðlauna

Í al­þjóð­legri sam­keppni um ferða­ljós­mynd árs­ins unnu tvær mynd­ir af ís­lenskri nátt­úru til verð­launa. Önn­ur mynd­in sýn­ir fljót­andi hraun úr Litla-Hrút og hin Svína­fells­jök­ul.

Magnaðar myndir af íslenskri náttúru vinna til alþjóðlegra verðlauna

Tvær myndir sem teknar voru á Íslandi voru á meðal verðlaunamynda í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni um ferðaljósmynd ársins, International Travel Photographer of the Year. Verðlaunahafarnir voru kynntir á BBC, en þar kemur fram að alls hafi ljósmyndarar frá 150 löndum sent inn yfir 20 þúsund ljósmyndir.

Myndirnar sem teknar voru hér á landi og unnu til verðlauna voru veittar annars vegar í flokki ungra ljósmyndara og hins vegar flokki landslags og umhverfis. 

Ljósmyndarinn sem vann til verðlauna í flokki ungra ljósmyndara heitir Zayan Durrani og er fjórtán ára gamall. Hann kom til Íslands með föður sínum til að skoða eldgosið við Litla-Hrút og tók drónamynd af gosinu. Í viðtali við BBC segir hann þá feðga hafa verið í kapphlaupi við tímann þegar þeir gengu að Litla-Hrút þar sem farið hafi verið að dimma og þétt þoka var að breiðast yfir dalinn. 

Armand Sarlangue vann síðan til verðlauna í flokki landslags og umhverfis fyrir mynd af Svínafellsjökli. Myndin var tekin með dróna í víðmynd. Þar sést vel hvernig jökullinn rennur ofan í jökulvatnið og jökuláin streymir burt. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár