Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Fiskistofustjóri Noregs segir tölur um slysasleppingar í laxeldi oft vera misvísandi

For­stjóri fiski­stof­unn­ar í Nor­egi, Frank Bakke-Jen­sen, seg­ir að mörg dæmi séu um að upp­lýs­ing­ar um fjölda eld­islaxa í sjókví­um stand­ist ekki skoð­un þeg­ar á reyn­ir. Þess vegna sé oft og tíð­um ekk­ert að marka töl­ur um slysaslepp­ing­ar úr sjókví­um. Dæmi eru um það á Ís­landi að upp­gefn­ar tölu um fjölda eld­islaxa í sjókví­um stand­ist ekki þeg­ar fjöldi þeirra er kann­að­ur.

Fiskistofustjóri Noregs segir tölur um slysasleppingar í laxeldi oft vera misvísandi
Meira en 30 þúsund fleiri eldislaxar Fiskistofustjóri Noregs, Frank Bakke-Jensen, segir að dæmi séu um að rúmlega 30 þúsund fleiri eldislaxar hafi reynst vera í sjókví en gefið hafi verið upp.

Forstjóri norsku Fiskistofunnar (Fiskeridirektoratet) segir að tölur um slysasleppingar sem laxeldisfyrirtækin í Noregi senda frá sér á opinberum vettvangi bendi til þess að þau viti oft og tíðum ekki hversu margir eldislaxar séu í sjókvíunum hjá þeim eða þá að gefnar séu rangar upplýsingar um fjöldann. Frá þessu er greint í grein í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv.  „Það eru mörg dæmi um það að laxeldisfyrirtækin gefi upp tölur um eldislaxa í kvíum þar sem það eru fleiri fiskar í kvínni eftir slysasleppingu en fyrir hana,“ segir fiskistofustjórinn, Frank Bakke-Jensen, við Dagens Næringsliv.

Laxeldisfyrirtæki getur haft hagsmuni af því að hafa eins margra eldislaxa og það getur í sjókví þar sem það þýðir hærri tekjur fyrir fyrirtækið. Fyrirtæki hafa hins vegar bara leyfi til að vera með ákveðið marga fiska í hverri sjókví þar sem það fer betur með eldisfiskinn að það sé rýmra um hann í kvínni og það hefur yfirleitt í för með sér minni afföll á fiski. 

„Matvælastofnun krefst þess að fyrirtækið rýni mismun á tölum“
Úr eftirlitsskýrslu MAST um Arnarlax

Tilfellin eru kómísk 

Fiskistofustjórinn útskýrir orð sín með þeim hætti að í einu tilfelli hafi laxeldisfyrirtæki í Noregi sagt frá því að 168 þúsund laxar væru í sjókví. Svo hafi átt sér stað slysaslepping hjá fyrirtækinu. Í kjölfarið hafi komið í ljós að það voru 190 þúsund eldislaxar í kvínni. „Slík dæmi búa til kómedíu frekar en vissu,“ segir hann í viðtalinu og bendir á að bæta þurfi eftirlit með sjókvíaeldinu til muna.

Í orðum hans felst að að lítið eða ekkert mark sé takandi á tölum um slysasleppingar á eldislöxum í sjókvíum ef ekki er sagt réttilega frá því upphaflega hversu margir eldislaxar eigi að vera í sjókvíunum til að byrja með. „Staðreyndin er sú að það veit eiginlega enginn hversu margir laxar hafa sloppið,“ segir Frank Bakke.

Í orðum hans felst að hann telur að það sé erfitt að taka mark á tölum sem eru birtar um fjölda laxa sem sleppa úr sjókvíum. Þetta byggir á því að það sé líklegt að upphaflegur fjöldi laxa sem sagt er að hafi verið í sjókví sé ekki endilega réttur. 

Gagnrýndi Arnarlax fyrir mismun á tölum um fjölda laxaMatvælastofnun gagnrýndi Arnarlaxi fyrir mismun á upplýsingum um fjölda laxa í sjókvíum. Björn Hembre er forstjóri Arnarlax.

Arnarlax: Mismunur á upplýsingum um fjölda fiska

Þessi orð fiskistofustjórans norska vekja athygli í íslensku samhengi þar sem það hefur komið fyrir hér á landi við eftirlit opinberra stofnana með sjókvíaeldinu að mismunur sé á fjölda laxa sem sagður er hafa verið í kví og þeim fjölda sem er talinn upp úr kvínni. 

Í eftirlitsskýrslu frá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi frá því um miðjan nóvember síðastliðinn kom til dæmis í ljós mörg þúsund fiska munur á þeirri tölu fiska sem sagður var hafa verið í sjókví og þeirri tölu sem í reynd var í kvínni. Í eina kví vantaði tæplega 13 þúsund fiska og í annarri kví komu upp tæplega 39 þúsund fleiri fiskar upp úr kví en sagðir voru vera í henni. 

Í eftirlitsskýrslunni stendur orðrétt: „Við uppgjör á eldissvæðinu Eyri í Patreksfirði þar sem stuðst er við upplýsingar úr framleiðsluskýrslum Arnarlax kom í ljós mismunur í kvíum 8 og 9. Í kví 9 vantaði 12.849 fiska og úr kví 8 komu 38.542 fleiri fiskar en fóru í kvínna.

Matvælastofnun bað Arnarlax um skýringar á þessu misræmi og fékk eftirfarandi svar: „Í svörum Arnarlax kom fram að notast hefði verið við tölur úr FishTalk kerfi seiðastöðvar sem sýndi að samtals hefðu farið 246.653 fiskar í kvíar 8 og 9. Talning í brunnbát hafi aftur á móti sýnt að fjöldi fiskanna var 272.346. Arnarlax kaus að notast við tölur úr FishTalk kerfi seiðastöðvar sem upphafsfjölda í kvíum 8 og 9 og því voru ekki gefnar réttar upplýsingar um upphafsfjölda seiða í kví 8 og kví 9 á Eyri í Patreksfirði.

Þetta dæmi sýnir að það vandamál sem norski fiskistofustjórinn talar um er einnig vandamál hér á landi: Tölur um fjölda eldislaxa í sjókvíum eru á reiki. Í skýrslunni segir að Matvælastofnun hafi látið Arnarlax vita að þetta gengi ekki: „Matvælastofnun krefst þess að fyrirtækið rýni mismun á tölum úr Fisktalk kerfi seiðastöðva og talningu úr brunnbát og uppfæri tölur um fjölda fiska í Fisktalk kerfi sjókvíaeldisstöðvarinnar þannig að notaðar verði nákvæmustu tölur sem eru tiltækar hverju sinni.

Íslensku slysasleppingarnar

Laxeldi í sjókvíum er tiltölulega ung atvinnugrein hér á Íslandi. Dæmin um slysasleppingar úr sjókvíum eru því ekki mjög mörg. Þekktasta og eitt alvarlegasta dæmið um slysasleppingu hér á landi kom hins vegar upp síðsumars á síðasta ári þegar eldislaxar sluppu úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði og um 3500 eldislaxar sluppu úr kvínni, að sögn. Hluti þessa eldislaxa veiddist svo í ám víða um landið næstu vikur á eftir. Þessi slysaslepping vakti alþjóðlega athygli, leiddi til fjöldamótmæla á Austurvelli sem og lögreglurannsóknar sem síðan var látin niður falla. 

Vandamálið sem fiskistofustjórinn norski bendir á snýst um það að ef tölur um fjölda eldislaxa í sjókvíum eru ekki endilega réttar hvernig er þá hægt að vita hversu margir eldislaxar hafa sloppið úr sjókví þar sem slysaslepping hefur orðið? 

Lausnin sem hann kallar eftir í frétt Dagens Næringsliv er að laxeldisfyrirtækin íi Noregi taki upp betra kerfi til að þekkja og rekja uppruna eldislaxa sem eru í sjókvíum þar í landi. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
5
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár