Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Annar sigdalur hefur myndast í Grindavík

Um kíló­metra breið­ur sigdal­ur er að mynd­ast í aust­ur­hluta Grinda­vík­ur, til við­bót­ar við ann­an sig­dal frá því í nóv­em­ber.

Annar sigdalur hefur myndast í Grindavík
Jarðskorpuhreyfingar Frá Grindavík í gær. Myndin er tekin í götunni Norðurhópi. Mynd: Golli

Á þessari stundu er nýr sigdalur að myndast í austurhluta Grindavíkur. Mörk hans liggja við vesturenda Efrahóps í vestri, nákvæmlega þar sem hrauntunga rann inn í bæinn um helgina, og liggja eystri mörk hans við Þórkötlustaðahverfi. Hann er um 800 til 1.000 metra breiður. Mesta sig í dalnum er um 30 sentímetrar, en eins og Veðurstofan greinir frá er „svæðið enn að síga og dalurinn að víkka“.

Sprungur sem liggja gegnum þveran og endilangan bæinn úr norðnorðaustri til suðsuðvesturs eru mörk þessa sigdals og annars sigdals sem myndaðist 10. nóvember, þegar kvikugangur braut sér leið undir bæinn og hann var síðan rýmdur að kvöldi. 

Nýtt kort frá VeðurstofunniNýja hraunið er grálitað og nýju gossprungurnar tvær sýndar með svartri línu. Mörk nýs sigdals liggja við Efrahóp, þar sem hrauntungan rann inn í bæinn um helgina og lagði í rúst þrjú einbýlishús.

Sá sigdalur var um tveggja kílómetra breiður og mun dýpri en þessi sem nú er í myndun, eða mest um 1,3 metrar að dýpt. Veðurstofan varar við aðstæðum í bænum vegna sprunganna í tilkynningu nú undir kvöld:

„Innan þessa nýja sigdals var áður búið að kortleggja sprungur sem höfðu myndast og voru sýnilegar á yfirborði. Þær sprungur hafa stækkað og nýjar myndast. Hætta í tengslum við sprungur og að jarðvegur hrynji ofan í þær hefur því aukist í austurhluta Grindavíkur frá því sem áður var.“

Þá er líklegt að enn sé að hlaðast í nýtt eldgos á svæðinu. „Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta er niðurstaða samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. Líkt og í gosinu 18. desember hljóp kvika frá söfnunarstaðnum undir Svartsengi, til austurs og myndaði kvikugang sem teygir sig frá Stóra Skógsfelli og suður undir Grindavík,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Meðfylgjandi myndir sýna aðstæður í Grindavík eftir að sigdalurinn tók að myndast.

Nýja hrauniðVestari mörk sigdalsins liggja undir hrauntungunni sem braust inn í Efrahóp.
Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár