Grindavík er einn þessara hættulegu staða þar sem byggð hefur risið án tillits til náttúruvár, segir Trausti Valsson, sem vonar að atburðir undanfarinna vikna og daga ýti við fólki í þessum efnum. „Það þurfa alltaf að koma upp ægilegar hörmungar til að fólk kveiki á málefnum. Þá loksins er eins og þjóðfélagið vakni,“ segir Trausti. Til marks um það segir hann að skollaeyrum hafi verið skellt við snjóflóðahættu að miklu leyti, þar til 34 mannslíf töpuðust í flóðunum á Súðavík og Flateyri árið 1995.
„Það er einkenni á nútímamanninum, að hann hefur ofboðslega háar hugmyndir um sjálfan sig,“ segir Trausti. Þessi hroki nútímamannsins segir hann að valdi því að lítið sé hlustað á reynslu sögunnar og þjóðfélagsins. Mistök hafi því verið gerð varðandi skipulag byggðar víða um land. Kostnaðarsöm mistök. Ofanflóðavarnaátakið sem hófst í kjölfar hörmunganna fyrir vestan á tíunda áratugnum hefur kostað tugi milljarða. Stóra aurskriðan sem féll á …
Athugasemdir (4)