Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Víða byggt á hættusvæðum: Kostnaðarsamur hroki nútímamannsins

Skipu­lags­fræð­ing­ur­inn og arki­tekt­inn Trausti Vals­son er orð­inn 78 ára gam­all, hætt­ur að kenna við Há­skóla Ís­lands fyr­ir bráð­um ára­tug, en áfram hugs­andi og skrif­andi um það hvernig við höf­um byggt upp um­hverfi okk­ar. Hann seg­ir við Heim­ild­ina að víða hér­lend­is hafi ver­ið byggt á hættu­leg­um stöð­um, án þess að gætt hafi ver­ið að því að kort­leggja marg­vís­lega nátt­úru­vá.

Grindavík er einn þessara hættulegu staða þar sem byggð hefur risið án tillits til náttúruvár, segir Trausti Valsson, sem vonar að atburðir undanfarinna vikna og daga ýti við fólki í þessum efnum. „Það þurfa alltaf að koma upp ægilegar hörmungar til að fólk kveiki á málefnum. Þá loksins er eins og þjóðfélagið vakni,“ segir Trausti. Til marks um það segir hann að skollaeyrum hafi verið skellt við snjóflóðahættu að miklu leyti, þar til 34 mannslíf töpuðust í flóðunum á Súðavík og Flateyri árið 1995. 

„Það er einkenni á nútímamanninum, að hann hefur ofboðslega háar hugmyndir um sjálfan sig,“ segir Trausti. Þessi hroki nútímamannsins segir hann að valdi því að lítið sé hlustað á reynslu sögunnar og þjóðfélagsins. Mistök hafi því verið gerð varðandi skipulag byggðar víða um land. Kostnaðarsöm mistök. Ofanflóðavarnaátakið sem hófst í kjölfar hörmunganna fyrir vestan á tíunda áratugnum hefur kostað tugi milljarða. Stóra aurskriðan sem féll á …

Kjósa
146
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • JÞM
  Jóhann Þór Magnússon skrifaði
  Þessu tengt – aðeins um hitaveitur og náttúruvá og aðrar hremmingar. Ræða þarf hvers konar hreysi er verið að byggja á Íslandi í dag og hve erfitt getur því verið að bregðast við náttúruvá. Vegna lélegra einangrunar húsa, sem ræðst af úreltri byggingareglugerð, þá eru hús á Íslandi mjög viðkvæm fyrir truflun á hitaveiturekstri. Þetta sést í Grindavík. Eftir fáeinna daga bilun hitaveitu þá þarf að rýma hús vegna kulda. Í Skandinavíu eru ný hús mun betur einangruð, þrefalt gler, loftskipti með varmaskiptum og jafnvel varmadælur notaðar. Orka sem þarf til upphitunar nýrra húsa í Skandinavíu er því innan við helmingur af því sem þarf hér. Fyrir bragðið er mjög viðráðanlegt að halda hita á Skandinavísku húsunum þó t.d. hitaveita bregðist svo lengi sem rafmagn er á húsunum. Viðgerð á rafdreifingu er alla jafna mun fljótlegri en viðgerð á alvarlegri bilun hitaveitu. Ekki þyrfti því að rýma heilu hverfin við bilun í hitaveitu ef hús væru samkvæmt Skandinavískri byggingareglugerð. Ef alvarleg bilun verður í marga daga í hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu (mjög ólíklegt) t.d. vegna náttúruhamfara eða bilunar í búnaði hitaveitu eða virkjunar, þá gæti þurft að rýma 10-20 sinnum fjölmennari hverfi en Grindavík. Sjáið þið fyrir ykkur hvernig það mundi ganga? En það eru fleiri hliðar á þessu máli. Betur einangruð hús eru mun notalegri, t.d. rúðugler og útveggir ekki eins kalt, loftskipti mun meiri og loftgæði betri. Heilsufar íbúa því betra. Þessir kumbaldar sem verið er að byggja hér eru því úreltir. Svo þarf einnig að horfa til þess að notkun heits vatns á höfuðborgarsvæðinu tvöfaldast á um 40 árum. Sækja þarf vatnið dýpra og lengra með hverju ári svo verðið mun óhjákvæmilega hækka. Á endanum, í fjarlægri framtíð, gæti því líka sjálfbærni hitaveitunnar verið ógnað af þessari orkusóun. Illa einangruð, orkufrek hús, með slæmum loftgæðum, eins og verið er að byggja hér munu einnig smám saman falla í verði m.a. vegna hækkandi hitunarkostnaðar. Þessi vandamál hafa oft verið rædd í þröngum hópum fagfólks en umræðan hefur ekki náð til almennings. Það er mjög stórt hagsmunamál íbúa að byggingareglugerð verði uppfærð til nútímans, til samræmis við þróuð lönd eins og Skandinavíu. Byggingarkostnaður mundi hækka óverulega og ef sparnaður vegna minni heitvatnsnotkunar er tekinn með í dæmið, þá er kostnaðurinn nær enginn vegna byggingar betri húsa.
  24
  • Orri Olafur Magnusson skrifaði
   Athyglisverður pistill. Hingað til hef ég staðið í þeirri trú að nýjustu fjölbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu væru a m k sómasamlega vel einangruð . Sú er þó ekki raunin ef trúa má því sem greinarhöfundur heldur fram. Vegna þess að ég fylgist grannt með fréttunum frá meginlandi Evrópu, einkum Þýskalandi þar sem ég átti heima nær hálfa ævina, get ég staðfest fullyrðingu höfundar varðandi ( gömlu), illa einangruðu húsin sem byggð voru eftir stríð og allt fram á vora daga þ e síðustu aldamót : Þessar fasteignir eru orðnar illseljanlegar nema með gríðarlegum afslætti, 25 % til 40% af ásettu verði
   1
 • Steinþórunn Karólína Steinþórsdóttir skrifaði
  Góð grein og fróðleg
  8
 • GJI
  Gísli Jónas Ingólfsson skrifaði
  Góð grein. Mikið af góðum greinum í Heimildinni.
  18
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.
Ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á 61 milljarð króna
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Rík­ið kaup­ir íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga á 61 millj­arð króna

Rík­is­stjórn­in hef­ur kom­ið sér sam­an um frum­varp sem kveð­ur á um að rík­is­sjóð­ur muni bjóð­ast til þess að kaupa íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga og taka yf­ir íbúð­ar­lán sem á þeim hvíla. Til­kynnt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins að frum­varp­ið hafi ver­ið sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar fundi í dag og birt í sam­ráðs­gátt. Kostn­að­ur að­gerð­ar­inn­ar er met­inn á 61 millj­arð króna. Sér­stakt fé­lag verð­ur stofn­að til að ann­ast fram­kvæmd­ina.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu