Áður en átök Ísraelshers og Hamas færðust í aukana í byrjun október fóru um 500 vörubílar með mat og vistir inn á Gasasvæðið. Nú, á sama tíma og íbúar svæðisins eru án möguleika til þess að framleiða matvæli vegna stríðs, komast aðeins einn til tíu bílar inn á svæðið daglega og hálf milljón manns er á barmi hungursneyðar, segir Andreas Hansen, yfirmaður Norðurlandaskrifstofu matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), í samtali við Heimildina.
Það vantar fjármagn, segir Andreas, og aðgengi. Nú er einungis ein leið fyrir hjálparsamtök til þess að komast inn á svæðið. Það er við landamæri Egyptalands.
„Það sem mér finnst sérstaklega ógnvekjandi er að það er matur til staðar hinum megin við landamærin. Þar eru vörubílar með gnægð matar en nokkrum kílómetrum frá, á Gasasvæðinu, er fólk nálægt því að svelta eða hefur þegar soltið,“ segir Andreas.
„Magn matarins sem hefur komist inn á Gasasvæðið frá því að átökin …
Athugasemdir (1)