Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnir forsetaframboð

„Það er kom­inn tími til að hér­lend­is séu aft­ur not­uð orð­in Frú for­seti Ís­lands,“ seg­ir Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún til­kynnti fram­boð sitt til for­seta Ís­lands seinni part­inn í dag.

Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnir forsetaframboð

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fyrrum formaður Félag kvenna í atvinnulífinu og fjárfestir, hefur tilkynnt framboð sitt til forseta Íslands. Framboðið tilkynnti Sigríður í fimmtugsafmæli sínu sem hún hélt á Kjarvalsstöðum seinni partinn í dag.

Sigríður er fyrsta konan til að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum 2024. Í ræðu sinni í kvöld sagði Sigríður að „heilmargt hefur gerst á fimm áratugum. Jafnréttislögin voru sett 1976, Íslendingar tróna sem jafnréttis meistarar í alþjóða þorpinu 14 ár í röð en kynin þó hvergi nærri jöfn.“

Við erum öll börn“

„Þorpið okkar Ísland er vinsælt og vel sótt og blandast hratt fjölbreytileika og fjölmenningu. Það er ríkidæmið okkar, það þarf þorp til að ala upp barn og við erum öll börn,“ sagði Sigríður.

Í ræðu sinni sagði Sigríður að ekki væri auðvelt að búa á Íslandi en að á Íslandi búi fólk sem þrái gott og öruggt líf. „Friður í hjörtum þýðir friður í heimi. Friður í fjölbreytni samfélags kallar á þolinmæði, þolgæði, þrautseigju og umburðarlyndi.“ Hún segir að á Íslandi heyrist allskonar útgáfur af íslensku. „Meira að segja ég tala með hreim“

Sigríður leggur ríka áherslu á kærleika í ræðu sinni og „að við æfum okkur í mennskunni og öllu hennar fjölbreytta litrófi.“ 

„Það er kominn tími til að hérlendis séu aftur notuð orðin Frú forseti Íslands.“

„Ég kem ekki fyrir valdið, ekki fyrir metorð eða hverfular vinsældir, ég á ekki pólitískt bakland og ég kem ekki einu sinni fyrir sjálfa mig, heldur fyrir okkur öll,“ sagði Sigríður. Hún segir að framboð sitt verði stórkostleg sköpunar vegferð umlukin krafti, samstöðu og gleði.

Hennar grunngildi segir hún að séu lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Í ræðunni segir hún að hún tilkynni framboð sitt núna þar sem ekki er mikið um fyrirsjáanleika og stöðugleika á Íslandi. Henni þykir því skynsamlegt að skapa vissu og öryggi þegar kostur sé. 

Hún fagnar því að fleiri bjóði sig fram. „Hér mun mæta landslið frambjóðenda sem við fögnum, hvetjum og gefum rými til að vera og tjá sig, því þannig fáum við liðsheild og það besta út úr hverjum og einum liðsaðila.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár