Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnir forsetaframboð

„Það er kom­inn tími til að hér­lend­is séu aft­ur not­uð orð­in Frú for­seti Ís­lands,“ seg­ir Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún til­kynnti fram­boð sitt til for­seta Ís­lands seinni part­inn í dag.

Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnir forsetaframboð

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fyrrum formaður Félag kvenna í atvinnulífinu og fjárfestir, hefur tilkynnt framboð sitt til forseta Íslands. Framboðið tilkynnti Sigríður í fimmtugsafmæli sínu sem hún hélt á Kjarvalsstöðum seinni partinn í dag.

Sigríður er fyrsta konan til að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum 2024. Í ræðu sinni í kvöld sagði Sigríður að „heilmargt hefur gerst á fimm áratugum. Jafnréttislögin voru sett 1976, Íslendingar tróna sem jafnréttis meistarar í alþjóða þorpinu 14 ár í röð en kynin þó hvergi nærri jöfn.“

Við erum öll börn“

„Þorpið okkar Ísland er vinsælt og vel sótt og blandast hratt fjölbreytileika og fjölmenningu. Það er ríkidæmið okkar, það þarf þorp til að ala upp barn og við erum öll börn,“ sagði Sigríður.

Í ræðu sinni sagði Sigríður að ekki væri auðvelt að búa á Íslandi en að á Íslandi búi fólk sem þrái gott og öruggt líf. „Friður í hjörtum þýðir friður í heimi. Friður í fjölbreytni samfélags kallar á þolinmæði, þolgæði, þrautseigju og umburðarlyndi.“ Hún segir að á Íslandi heyrist allskonar útgáfur af íslensku. „Meira að segja ég tala með hreim“

Sigríður leggur ríka áherslu á kærleika í ræðu sinni og „að við æfum okkur í mennskunni og öllu hennar fjölbreytta litrófi.“ 

„Það er kominn tími til að hérlendis séu aftur notuð orðin Frú forseti Íslands.“

„Ég kem ekki fyrir valdið, ekki fyrir metorð eða hverfular vinsældir, ég á ekki pólitískt bakland og ég kem ekki einu sinni fyrir sjálfa mig, heldur fyrir okkur öll,“ sagði Sigríður. Hún segir að framboð sitt verði stórkostleg sköpunar vegferð umlukin krafti, samstöðu og gleði.

Hennar grunngildi segir hún að séu lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Í ræðunni segir hún að hún tilkynni framboð sitt núna þar sem ekki er mikið um fyrirsjáanleika og stöðugleika á Íslandi. Henni þykir því skynsamlegt að skapa vissu og öryggi þegar kostur sé. 

Hún fagnar því að fleiri bjóði sig fram. „Hér mun mæta landslið frambjóðenda sem við fögnum, hvetjum og gefum rými til að vera og tjá sig, því þannig fáum við liðsheild og það besta út úr hverjum og einum liðsaðila.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár