Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Björk Guðmundsdóttir útnefnd heiðursborgari Reykjavíkurborgar

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir er út­nefnd heið­urs­borg­ari Reykja­vík­ur­borg­ar. Borg­ar­ráð sam­þykkti þetta í dag. Hún er sjö­undi Reyk­vík­ing­ur­inn til að hljóta þenn­an titil og mun mun mynd­list­ar­kon­an Gabrí­ela Frið­riks­dótt­ir gera Bjark­ar- styttu.

Björk Guðmundsdóttir útnefnd heiðursborgari Reykjavíkurborgar

Borgarráð Reykjavíkurborgar útnefndi í dag tónlistarkonuna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. 

Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að Björk Guðmundsdóttir „hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“

Björk er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún hóf sinn tónlistarferil aðeins ellefu ára gömul þegar hún hóf píanónám. Ári síðan, 1977, kom fyrsta platan hennar út þar sem hún söng meðal annars þekkt íslensk barnalög. „Hún var í hljómsveitinni Tappi tíkarrass en árið 1983 stofnaði hún ásamt fimm öðrum hljómsveitina KUKL, sem síðan þróaðist út í hljómsveitina Sykurmolarnir sem færði Björk heimsfrægð aðeins 21 árs gamalli,“ kemur fram í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár