Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Björk Guðmundsdóttir útnefnd heiðursborgari Reykjavíkurborgar

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir er út­nefnd heið­urs­borg­ari Reykja­vík­ur­borg­ar. Borg­ar­ráð sam­þykkti þetta í dag. Hún er sjö­undi Reyk­vík­ing­ur­inn til að hljóta þenn­an titil og mun mun mynd­list­ar­kon­an Gabrí­ela Frið­riks­dótt­ir gera Bjark­ar- styttu.

Björk Guðmundsdóttir útnefnd heiðursborgari Reykjavíkurborgar

Borgarráð Reykjavíkurborgar útnefndi í dag tónlistarkonuna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. 

Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að Björk Guðmundsdóttir „hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“

Björk er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún hóf sinn tónlistarferil aðeins ellefu ára gömul þegar hún hóf píanónám. Ári síðan, 1977, kom fyrsta platan hennar út þar sem hún söng meðal annars þekkt íslensk barnalög. „Hún var í hljómsveitinni Tappi tíkarrass en árið 1983 stofnaði hún ásamt fimm öðrum hljómsveitina KUKL, sem síðan þróaðist út í hljómsveitina Sykurmolarnir sem færði Björk heimsfrægð aðeins 21 árs gamalli,“ kemur fram í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár