Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hlaup hafið úr Grímsvötnum

Jarð­skjálfti af stærð 4,3 mæld­ist í Grím­svötn­um klukk­an 6:53 í morg­un. „Það er stærsti skjálfti í Grím­svötn­um frá upp­hafi mæl­inga (1991),“ kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veð­ur­stofu Ís­lands.

Hlaup hafið úr Grímsvötnum
Hlaup hafið úr Grímsvötnum Mynd: Golli

Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur frá upphafi mælinga í Grímsvötnum mældist í morgun klukkan 6:53. Jarðskjálftinn var 4,3 af stærð. Hlaupórói hefur hægt vaxandi mælst á Grímsfjalli og síðan í gær hefur vatnsmagn í Gígjukvísl farið vaxandi. „Jökulhlaup er því hafið úr Grímsvötnum,“ segir í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Þá segir einnig að jarðskjálftinn í morgun hafi líklega verið vegna þrýstingsléttis í kjölfar upphafs jökulshlaupsins. 

Hlaup í Grímsvötnum var síðast í október 2022 og þar áður í kringum mánaðamót nóvember og desember árs 2021. „Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar er vatnsmagn í Grímsvötnum nú talið vera um 0,29 km3 sem er helmingi (50%) meira en fyrir hlaupið 2022 en tæpur þriðjungur vatnsmagns fyrir hlaup í lok árs 2021.“

Hlaupið ætti ekki að hafa áhrif á nein mannvirki

Samband við GPS tæki Jarðvísindastofnunar næst ekki á íshellunni í Grímsvötnum. „Torveldar það mat á því hversu ört vatnið rennur úr Vötnunum og niður farveginn undir Skeiðarárjökli. Ef miðað er við að atburðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu tveimur hlaupum má gera ráð fyrir að hámarksrennsli úr Grímsvötnum verði um eða fljótlega eftir komandi helgi. Hámarksrennsli  í Gígjukvísl við Þjóðveg 1 næst svo um 1-2 sólarhringum seinna.“

Í tilkynningunni kemur fram að hlaupið ætti ekki að hafa nein áhrif á mannvirki líkt og vegi og brýr. 

„Talið er að skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs hleypi af stað gosum,“ segir í tilkynningunni en síðast varð eldgos í Grímsvötnum árið 2011. Það eldgos var ekki í tengslum við jökulhlaup. 

Vegna jökulhlaupsins hefur eldstöðin verið færð á gulan lit þar sem eldstöðin sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár