Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðrún Jónsdóttir látin

Öt­ul bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna og barna í ís­lensku sam­fé­lagi lést í gær. „Í henn­ar minn­ingu ætt­um við að ráð­ast í al­vöru þjóðar­átak,“ seg­ir nafna henn­ar og arftaki á Stíga­mót­um.

Guðrún Jónsdóttir látin

Guðrún Sigríður Jónsdóttir félagsráðgjafi er látin. 

Guðrún var ötul baráttukona fyrir réttindum kvenna og barna í íslensku samfélagi, en hún var í lykilhlutverki við stofnun Stígamóta árið 1990. Áður hafði hún komið að stofnun Kvennaráðgjafar, Kvennaathvarfs og Samtaka kvenna á vinnumarkaði, þar sem barist var gegn kynbundnum launamun og misrétti á vinnumarkaði. Hún var oddviti Kvennaframboðsins og sat í borgarstjórn á árunum 1982 til 1986. Hún kom einnig að stofnun Kvennalistans og seinna að stofnun Vinstri grænna. 

Merkur aktívisti 

Árið 1985 birtist frétt um að borgarfulltrúi hefði verið handtekinn að næturlagi. Þar var Guðrún að verki, með gjörning sem átti að minna fólk á skelfilegar afleiðingar kjarnorkusprengingarinnar í Hiroshima. Fleiri gjörningar vöktu athygli, svo sem þegar konur mótmæltu háu vöruverði með því að neita að greiða nema því sem nam hlutfallslega launum kvenna af launum karla fyrir hráefni í grjónagraut og sorgargöngur Stígamóta, þar sem gengið var undir slagorðinu: „Við lifðum af kynferðisofbeldi.“

„Hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu“
Kristín Ástgeirsdóttir

Guðrún studdi einnig opinberlega við konur sem sökuðu þáverandi biskup um vafasama háttsemi gegn sér árið 1996 og mætti miklu mótlæti vegna þess. Hún stóð einnig þétt að baki Kristínu Gerði Guðmundsdóttir í baráttu hennar við að vekja samfélagið til vitundar um vændi á Íslandi og skaðlegar afleiðingar þess. Síðasta jafnréttisbaráttan sem Guðrún háði var í þágu eftirlaunakvenna á lægsta mögulega lífeyri, en hún reyndi að fá sveitarfélagið þar sem hún var búsett síðustu árin til þess að veita þessum hópi vilyrði til þess að stunda sundleikfimi sér að kostnaðarlausu. Vatnsleikfimi væri sérstaklega mikilvæg fyrir þennan hóp kvenna, í ljósi þess að láglaunastörf eru oft líkamlega krefjandi og taka sinn toll af fólki. Sjálf þekkti hún vel hvað vatnsleikfimi getur haft góð áhrif á líkamann. Um væri að ræða einfalda aðgerð fyrir sveitarfélagið. 

„Hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir í viðtali við Stöð 2 í nóvember. 

Brautryðjandi í félagsráðgjöf

Áður en Guðrún lét til sín taka í kvennabaráttunni var hún brautryðjandi í félagsráðgjöf hér á landi. Hún var fyrsti Íslendingurinn sem menntaði sig í faginu og byggði upp nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Sheffield árið 1991. Doktorsverkefnið gekk út á að ræða við brotaþola sifjaspella, en þar lýstu 27 íslenskar og breskar konur reynslu sinni af sifjaspelli og lýsingar þeirra voru ekki í neinum takti við fyrri lýsingar fræðimanna á sifjaspellum. 

Árið 2007 fékk Guðrún riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumherjastörf í félagsráðgjöf og framlag til réttindabaráttu.

Á BessastöðumHér er Guðrún með eiginmanni sínum Ólafi Thorlacius, þegar hún tók á móti fálkaorðunni á Bessastöðum árið 2007.

„Við verðum að gera eitthvað“

Guðrún lést í gær, þriðjudaginn 9. janúar, á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. Eiginmaður Guðrúnar, Ólafur Thorlacius, lést árið 2019. Guðrún var fædd þann 16. júní 1931. Hún lætur eftir sig dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. 

„Við verðum að gera eitthvað“

Ævi- og baráttusaga Guðrúnar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg, kom út fyrir jól og lauk með þessum orðum: Hjartað er orðið viðkvæmt. Stundum finnur hún fyrir hjartsláttartruflunum og oftar en einu sinni hefur hún endað á spítala vegna þess. Guðrún er meðvituð um að hjartað geti brostið á hverri stundu. Hún á til að minna fólk á að dauðinn sé skammt undan. En hún er hér enn og svo lengi sem hún lifir er hún tilbúin til að heyja baráttu fyrir bættri stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Ekki er vanþörf á. „Við verðum að gera eitthvað.“

Þakklát GuðrúnuVill þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi í minningu nöfnu sinnar.

Minnist nöfnu sinnar

Þann 29. nóvember síðastliðinn stóðu Forlagið, Stígamót, Kvennaráðgjöfin, Félagsráðgjafafélag Íslands og félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands fyrir málþingi til heiðurs Guðrúnu. Af því tilefni sagði nafna hennar og arftaki á Stígamótum. í viðtali við Stöð 2: „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni.“  

„Í hennar minningu ættum við að ráðast í alvöru þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi“
Guðrún Jónsdóttir yngri

Við þessi tíðindi segir Guðrún nú: „Mér þykir það harmafregn að nafna mín og vinkona skuli hafa kvatt en ég veit að hún var södd lífdaga og því fagna ég líka hennar vegna. Þakklæti er mér efst í huga fyrir að hún skuli hafa verið sú stórkostlega jarðýta sem hún var, með öllu því sem fylgdi. Það var fyrst og fremst hún sem dró útbreitt kynferðisofbeldi fram í dagsljósið, stofnaði Stígamót og lagði fræðilegan grunn að starfseminni. Mér þótti undurvænt um hana og alveg fram undir það síðasta og leitað ég til hennar með hugmyndir mínar og vangaveltur og hún tók mér alltaf opnum örmum. Í hennar minningu ættum við að ráðast í alvöru þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi, með sérstakri áherslu á að skólera karla þessa lands. Ríkisstjórnin ætti að leggja í það myndarlegt fjármagn og menntakerfið og breiðfylking hugsjónafólks ætti að skipuleggja það.“


Höfundur greinarinnar er einnig höfundur ævi- og baráttusögu Guðrúnar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg.
Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Guðrún Kristinsdóttir skrifaði
    Guðrún var góð vinkona, traust og ótrúlega margbrotin í baráttu sinni fyrir réttlæti og öllum fyrirmynd. Bók Ingibjargar auk allra góðra verka Guðrúnar ber þessu fagurt vitni. Guðrúnar er sárt saknað.
    0
  • KEP
    Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
    Ein mesti kvenskörungur landsins gengin. Elsku Guðrún takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir kvennabaráttuna, þolendur ofbeldis, sérstaklega kynferðisofbeldis, og bara allt sem þú hefur gert fyrir okkur konur. Takk fyrir mig❤️
    5
  • RKS
    Ragnheiður K. Steindórsdóttir skrifaði
    Blessuð sé minning Guðrúnar Jónsdóttur, þeirrar merku konu og hafi hún þökk fyrir öll sín störf, óbilandi elju og kjark!
    6
  • SS
    Sveinbjörg Sveinsdóttir skrifaði
    Mjög merkur brautryðjandi gengin.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár