Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Guðrún Jónsdóttir látin

Öt­ul bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna og barna í ís­lensku sam­fé­lagi lést í gær. „Í henn­ar minn­ingu ætt­um við að ráð­ast í al­vöru þjóðar­átak,“ seg­ir nafna henn­ar og arftaki á Stíga­mót­um.

Guðrún Jónsdóttir látin

Guðrún Sigríður Jónsdóttir félagsráðgjafi er látin. 

Guðrún var ötul baráttukona fyrir réttindum kvenna og barna í íslensku samfélagi, en hún var í lykilhlutverki við stofnun Stígamóta árið 1990. Áður hafði hún komið að stofnun Kvennaráðgjafar, Kvennaathvarfs og Samtaka kvenna á vinnumarkaði, þar sem barist var gegn kynbundnum launamun og misrétti á vinnumarkaði. Hún var oddviti Kvennaframboðsins og sat í borgarstjórn á árunum 1982 til 1986. Hún kom einnig að stofnun Kvennalistans og seinna að stofnun Vinstri grænna. 

Merkur aktívisti 

Árið 1985 birtist frétt um að borgarfulltrúi hefði verið handtekinn að næturlagi. Þar var Guðrún að verki, með gjörning sem átti að minna fólk á skelfilegar afleiðingar kjarnorkusprengingarinnar í Hiroshima. Fleiri gjörningar vöktu athygli, svo sem þegar konur mótmæltu háu vöruverði með því að neita að greiða nema því sem nam hlutfallslega launum kvenna af launum karla fyrir hráefni í grjónagraut og sorgargöngur Stígamóta, þar sem gengið var undir slagorðinu: „Við lifðum af kynferðisofbeldi.“

„Hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu“
Kristín Ástgeirsdóttir

Guðrún studdi einnig opinberlega við konur sem sökuðu þáverandi biskup um vafasama háttsemi gegn sér árið 1996 og mætti miklu mótlæti vegna þess. Hún stóð einnig þétt að baki Kristínu Gerði Guðmundsdóttir í baráttu hennar við að vekja samfélagið til vitundar um vændi á Íslandi og skaðlegar afleiðingar þess. Síðasta jafnréttisbaráttan sem Guðrún háði var í þágu eftirlaunakvenna á lægsta mögulega lífeyri, en hún reyndi að fá sveitarfélagið þar sem hún var búsett síðustu árin til þess að veita þessum hópi vilyrði til þess að stunda sundleikfimi sér að kostnaðarlausu. Vatnsleikfimi væri sérstaklega mikilvæg fyrir þennan hóp kvenna, í ljósi þess að láglaunastörf eru oft líkamlega krefjandi og taka sinn toll af fólki. Sjálf þekkti hún vel hvað vatnsleikfimi getur haft góð áhrif á líkamann. Um væri að ræða einfalda aðgerð fyrir sveitarfélagið. 

„Hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir í viðtali við Stöð 2 í nóvember. 

Brautryðjandi í félagsráðgjöf

Áður en Guðrún lét til sín taka í kvennabaráttunni var hún brautryðjandi í félagsráðgjöf hér á landi. Hún var fyrsti Íslendingurinn sem menntaði sig í faginu og byggði upp nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Sheffield árið 1991. Doktorsverkefnið gekk út á að ræða við brotaþola sifjaspella, en þar lýstu 27 íslenskar og breskar konur reynslu sinni af sifjaspelli og lýsingar þeirra voru ekki í neinum takti við fyrri lýsingar fræðimanna á sifjaspellum. 

Árið 2007 fékk Guðrún riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumherjastörf í félagsráðgjöf og framlag til réttindabaráttu.

Á BessastöðumHér er Guðrún með eiginmanni sínum Ólafi Thorlacius, þegar hún tók á móti fálkaorðunni á Bessastöðum árið 2007.

„Við verðum að gera eitthvað“

Guðrún lést í gær, þriðjudaginn 9. janúar, á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. Eiginmaður Guðrúnar, Ólafur Thorlacius, lést árið 2019. Guðrún var fædd þann 16. júní 1931. Hún lætur eftir sig dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. 

„Við verðum að gera eitthvað“

Ævi- og baráttusaga Guðrúnar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg, kom út fyrir jól og lauk með þessum orðum: Hjartað er orðið viðkvæmt. Stundum finnur hún fyrir hjartsláttartruflunum og oftar en einu sinni hefur hún endað á spítala vegna þess. Guðrún er meðvituð um að hjartað geti brostið á hverri stundu. Hún á til að minna fólk á að dauðinn sé skammt undan. En hún er hér enn og svo lengi sem hún lifir er hún tilbúin til að heyja baráttu fyrir bættri stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Ekki er vanþörf á. „Við verðum að gera eitthvað.“

Þakklát GuðrúnuVill þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi í minningu nöfnu sinnar.

Minnist nöfnu sinnar

Þann 29. nóvember síðastliðinn stóðu Forlagið, Stígamót, Kvennaráðgjöfin, Félagsráðgjafafélag Íslands og félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands fyrir málþingi til heiðurs Guðrúnu. Af því tilefni sagði nafna hennar og arftaki á Stígamótum. í viðtali við Stöð 2: „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni.“  

„Í hennar minningu ættum við að ráðast í alvöru þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi“
Guðrún Jónsdóttir yngri

Við þessi tíðindi segir Guðrún nú: „Mér þykir það harmafregn að nafna mín og vinkona skuli hafa kvatt en ég veit að hún var södd lífdaga og því fagna ég líka hennar vegna. Þakklæti er mér efst í huga fyrir að hún skuli hafa verið sú stórkostlega jarðýta sem hún var, með öllu því sem fylgdi. Það var fyrst og fremst hún sem dró útbreitt kynferðisofbeldi fram í dagsljósið, stofnaði Stígamót og lagði fræðilegan grunn að starfseminni. Mér þótti undurvænt um hana og alveg fram undir það síðasta og leitað ég til hennar með hugmyndir mínar og vangaveltur og hún tók mér alltaf opnum örmum. Í hennar minningu ættum við að ráðast í alvöru þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi, með sérstakri áherslu á að skólera karla þessa lands. Ríkisstjórnin ætti að leggja í það myndarlegt fjármagn og menntakerfið og breiðfylking hugsjónafólks ætti að skipuleggja það.“


Höfundur greinarinnar er einnig höfundur ævi- og baráttusögu Guðrúnar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg.
Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Guðrún Kristinsdóttir skrifaði
    Guðrún var góð vinkona, traust og ótrúlega margbrotin í baráttu sinni fyrir réttlæti og öllum fyrirmynd. Bók Ingibjargar auk allra góðra verka Guðrúnar ber þessu fagurt vitni. Guðrúnar er sárt saknað.
    0
  • KEP
    Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
    Ein mesti kvenskörungur landsins gengin. Elsku Guðrún takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir kvennabaráttuna, þolendur ofbeldis, sérstaklega kynferðisofbeldis, og bara allt sem þú hefur gert fyrir okkur konur. Takk fyrir mig❤️
    5
  • RKS
    Ragnheiður K. Steindórsdóttir skrifaði
    Blessuð sé minning Guðrúnar Jónsdóttur, þeirrar merku konu og hafi hún þökk fyrir öll sín störf, óbilandi elju og kjark!
    6
  • SS
    Sveinbjörg Sveinsdóttir skrifaði
    Mjög merkur brautryðjandi gengin.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
6
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Ari Trausti Guðmundsson
10
Aðsent

Ari Trausti Guðmundsson

Nám­ur í sjó?

Ari Trausti Guð­munds­son, jarð­vís­inda­mað­ur og fyrr­um þing­mað­ur Vinstri grænna, skrif­ar um námu­rekst­ur á hafs­botni og áhrif­un­um sem slík­ur iðn­að­ur gæti haft á vist­kerf­in til lengri og skemmri tíma. Áhugi stjórn­valda og stór­fyr­ir­tækja á slíkri auð­linda­nýt­ingu hef­ur auk­ist á und­an­förn­um ár­um en Ari var­ar við því að slík starf­semi kunni að vera ósjálf­bær.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár