Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Guðrún Jónsdóttir látin

Öt­ul bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna og barna í ís­lensku sam­fé­lagi lést í gær. „Í henn­ar minn­ingu ætt­um við að ráð­ast í al­vöru þjóðar­átak,“ seg­ir nafna henn­ar og arftaki á Stíga­mót­um.

Guðrún Jónsdóttir látin

Guðrún Sigríður Jónsdóttir félagsráðgjafi er látin. 

Guðrún var ötul baráttukona fyrir réttindum kvenna og barna í íslensku samfélagi, en hún var í lykilhlutverki við stofnun Stígamóta árið 1990. Áður hafði hún komið að stofnun Kvennaráðgjafar, Kvennaathvarfs og Samtaka kvenna á vinnumarkaði, þar sem barist var gegn kynbundnum launamun og misrétti á vinnumarkaði. Hún var oddviti Kvennaframboðsins og sat í borgarstjórn á árunum 1982 til 1986. Hún kom einnig að stofnun Kvennalistans og seinna að stofnun Vinstri grænna. 

Merkur aktívisti 

Árið 1985 birtist frétt um að borgarfulltrúi hefði verið handtekinn að næturlagi. Þar var Guðrún að verki, með gjörning sem átti að minna fólk á skelfilegar afleiðingar kjarnorkusprengingarinnar í Hiroshima. Fleiri gjörningar vöktu athygli, svo sem þegar konur mótmæltu háu vöruverði með því að neita að greiða nema því sem nam hlutfallslega launum kvenna af launum karla fyrir hráefni í grjónagraut og sorgargöngur Stígamóta, þar sem gengið var undir slagorðinu: „Við lifðum af kynferðisofbeldi.“

„Hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu“
Kristín Ástgeirsdóttir

Guðrún studdi einnig opinberlega við konur sem sökuðu þáverandi biskup um vafasama háttsemi gegn sér árið 1996 og mætti miklu mótlæti vegna þess. Hún stóð einnig þétt að baki Kristínu Gerði Guðmundsdóttir í baráttu hennar við að vekja samfélagið til vitundar um vændi á Íslandi og skaðlegar afleiðingar þess. Síðasta jafnréttisbaráttan sem Guðrún háði var í þágu eftirlaunakvenna á lægsta mögulega lífeyri, en hún reyndi að fá sveitarfélagið þar sem hún var búsett síðustu árin til þess að veita þessum hópi vilyrði til þess að stunda sundleikfimi sér að kostnaðarlausu. Vatnsleikfimi væri sérstaklega mikilvæg fyrir þennan hóp kvenna, í ljósi þess að láglaunastörf eru oft líkamlega krefjandi og taka sinn toll af fólki. Sjálf þekkti hún vel hvað vatnsleikfimi getur haft góð áhrif á líkamann. Um væri að ræða einfalda aðgerð fyrir sveitarfélagið. 

„Hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir í viðtali við Stöð 2 í nóvember. 

Brautryðjandi í félagsráðgjöf

Áður en Guðrún lét til sín taka í kvennabaráttunni var hún brautryðjandi í félagsráðgjöf hér á landi. Hún var fyrsti Íslendingurinn sem menntaði sig í faginu og byggði upp nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Sheffield árið 1991. Doktorsverkefnið gekk út á að ræða við brotaþola sifjaspella, en þar lýstu 27 íslenskar og breskar konur reynslu sinni af sifjaspelli og lýsingar þeirra voru ekki í neinum takti við fyrri lýsingar fræðimanna á sifjaspellum. 

Árið 2007 fékk Guðrún riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumherjastörf í félagsráðgjöf og framlag til réttindabaráttu.

Á BessastöðumHér er Guðrún með eiginmanni sínum Ólafi Thorlacius, þegar hún tók á móti fálkaorðunni á Bessastöðum árið 2007.

„Við verðum að gera eitthvað“

Guðrún lést í gær, þriðjudaginn 9. janúar, á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. Eiginmaður Guðrúnar, Ólafur Thorlacius, lést árið 2019. Guðrún var fædd þann 16. júní 1931. Hún lætur eftir sig dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. 

„Við verðum að gera eitthvað“

Ævi- og baráttusaga Guðrúnar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg, kom út fyrir jól og lauk með þessum orðum: Hjartað er orðið viðkvæmt. Stundum finnur hún fyrir hjartsláttartruflunum og oftar en einu sinni hefur hún endað á spítala vegna þess. Guðrún er meðvituð um að hjartað geti brostið á hverri stundu. Hún á til að minna fólk á að dauðinn sé skammt undan. En hún er hér enn og svo lengi sem hún lifir er hún tilbúin til að heyja baráttu fyrir bættri stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Ekki er vanþörf á. „Við verðum að gera eitthvað.“

Þakklát GuðrúnuVill þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi í minningu nöfnu sinnar.

Minnist nöfnu sinnar

Þann 29. nóvember síðastliðinn stóðu Forlagið, Stígamót, Kvennaráðgjöfin, Félagsráðgjafafélag Íslands og félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands fyrir málþingi til heiðurs Guðrúnu. Af því tilefni sagði nafna hennar og arftaki á Stígamótum. í viðtali við Stöð 2: „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni.“  

„Í hennar minningu ættum við að ráðast í alvöru þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi“
Guðrún Jónsdóttir yngri

Við þessi tíðindi segir Guðrún nú: „Mér þykir það harmafregn að nafna mín og vinkona skuli hafa kvatt en ég veit að hún var södd lífdaga og því fagna ég líka hennar vegna. Þakklæti er mér efst í huga fyrir að hún skuli hafa verið sú stórkostlega jarðýta sem hún var, með öllu því sem fylgdi. Það var fyrst og fremst hún sem dró útbreitt kynferðisofbeldi fram í dagsljósið, stofnaði Stígamót og lagði fræðilegan grunn að starfseminni. Mér þótti undurvænt um hana og alveg fram undir það síðasta og leitað ég til hennar með hugmyndir mínar og vangaveltur og hún tók mér alltaf opnum örmum. Í hennar minningu ættum við að ráðast í alvöru þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi, með sérstakri áherslu á að skólera karla þessa lands. Ríkisstjórnin ætti að leggja í það myndarlegt fjármagn og menntakerfið og breiðfylking hugsjónafólks ætti að skipuleggja það.“


Höfundur greinarinnar er einnig höfundur ævi- og baráttusögu Guðrúnar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg.
Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Guðrún Kristinsdóttir skrifaði
    Guðrún var góð vinkona, traust og ótrúlega margbrotin í baráttu sinni fyrir réttlæti og öllum fyrirmynd. Bók Ingibjargar auk allra góðra verka Guðrúnar ber þessu fagurt vitni. Guðrúnar er sárt saknað.
    0
  • KEP
    Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
    Ein mesti kvenskörungur landsins gengin. Elsku Guðrún takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir kvennabaráttuna, þolendur ofbeldis, sérstaklega kynferðisofbeldis, og bara allt sem þú hefur gert fyrir okkur konur. Takk fyrir mig❤️
    5
  • RKS
    Ragnheiður K. Steindórsdóttir skrifaði
    Blessuð sé minning Guðrúnar Jónsdóttur, þeirrar merku konu og hafi hún þökk fyrir öll sín störf, óbilandi elju og kjark!
    6
  • SS
    Sveinbjörg Sveinsdóttir skrifaði
    Mjög merkur brautryðjandi gengin.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár