Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Guðrún Jónsdóttir látin

Öt­ul bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna og barna í ís­lensku sam­fé­lagi lést í gær. „Í henn­ar minn­ingu ætt­um við að ráð­ast í al­vöru þjóðar­átak,“ seg­ir nafna henn­ar og arftaki á Stíga­mót­um.

Guðrún Jónsdóttir látin

Guðrún Sigríður Jónsdóttir félagsráðgjafi er látin. 

Guðrún var ötul baráttukona fyrir réttindum kvenna og barna í íslensku samfélagi, en hún var í lykilhlutverki við stofnun Stígamóta árið 1990. Áður hafði hún komið að stofnun Kvennaráðgjafar, Kvennaathvarfs og Samtaka kvenna á vinnumarkaði, þar sem barist var gegn kynbundnum launamun og misrétti á vinnumarkaði. Hún var oddviti Kvennaframboðsins og sat í borgarstjórn á árunum 1982 til 1986. Hún kom einnig að stofnun Kvennalistans og seinna að stofnun Vinstri grænna. 

Merkur aktívisti 

Árið 1985 birtist frétt um að borgarfulltrúi hefði verið handtekinn að næturlagi. Þar var Guðrún að verki, með gjörning sem átti að minna fólk á skelfilegar afleiðingar kjarnorkusprengingarinnar í Hiroshima. Fleiri gjörningar vöktu athygli, svo sem þegar konur mótmæltu háu vöruverði með því að neita að greiða nema því sem nam hlutfallslega launum kvenna af launum karla fyrir hráefni í grjónagraut og sorgargöngur Stígamóta, þar sem gengið var undir slagorðinu: „Við lifðum af kynferðisofbeldi.“

„Hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu“
Kristín Ástgeirsdóttir

Guðrún studdi einnig opinberlega við konur sem sökuðu þáverandi biskup um vafasama háttsemi gegn sér árið 1996 og mætti miklu mótlæti vegna þess. Hún stóð einnig þétt að baki Kristínu Gerði Guðmundsdóttir í baráttu hennar við að vekja samfélagið til vitundar um vændi á Íslandi og skaðlegar afleiðingar þess. Síðasta jafnréttisbaráttan sem Guðrún háði var í þágu eftirlaunakvenna á lægsta mögulega lífeyri, en hún reyndi að fá sveitarfélagið þar sem hún var búsett síðustu árin til þess að veita þessum hópi vilyrði til þess að stunda sundleikfimi sér að kostnaðarlausu. Vatnsleikfimi væri sérstaklega mikilvæg fyrir þennan hóp kvenna, í ljósi þess að láglaunastörf eru oft líkamlega krefjandi og taka sinn toll af fólki. Sjálf þekkti hún vel hvað vatnsleikfimi getur haft góð áhrif á líkamann. Um væri að ræða einfalda aðgerð fyrir sveitarfélagið. 

„Hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir í viðtali við Stöð 2 í nóvember. 

Brautryðjandi í félagsráðgjöf

Áður en Guðrún lét til sín taka í kvennabaráttunni var hún brautryðjandi í félagsráðgjöf hér á landi. Hún var fyrsti Íslendingurinn sem menntaði sig í faginu og byggði upp nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Sheffield árið 1991. Doktorsverkefnið gekk út á að ræða við brotaþola sifjaspella, en þar lýstu 27 íslenskar og breskar konur reynslu sinni af sifjaspelli og lýsingar þeirra voru ekki í neinum takti við fyrri lýsingar fræðimanna á sifjaspellum. 

Árið 2007 fékk Guðrún riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumherjastörf í félagsráðgjöf og framlag til réttindabaráttu.

Á BessastöðumHér er Guðrún með eiginmanni sínum Ólafi Thorlacius, þegar hún tók á móti fálkaorðunni á Bessastöðum árið 2007.

„Við verðum að gera eitthvað“

Guðrún lést í gær, þriðjudaginn 9. janúar, á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. Eiginmaður Guðrúnar, Ólafur Thorlacius, lést árið 2019. Guðrún var fædd þann 16. júní 1931. Hún lætur eftir sig dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. 

„Við verðum að gera eitthvað“

Ævi- og baráttusaga Guðrúnar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg, kom út fyrir jól og lauk með þessum orðum: Hjartað er orðið viðkvæmt. Stundum finnur hún fyrir hjartsláttartruflunum og oftar en einu sinni hefur hún endað á spítala vegna þess. Guðrún er meðvituð um að hjartað geti brostið á hverri stundu. Hún á til að minna fólk á að dauðinn sé skammt undan. En hún er hér enn og svo lengi sem hún lifir er hún tilbúin til að heyja baráttu fyrir bættri stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Ekki er vanþörf á. „Við verðum að gera eitthvað.“

Þakklát GuðrúnuVill þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi í minningu nöfnu sinnar.

Minnist nöfnu sinnar

Þann 29. nóvember síðastliðinn stóðu Forlagið, Stígamót, Kvennaráðgjöfin, Félagsráðgjafafélag Íslands og félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands fyrir málþingi til heiðurs Guðrúnu. Af því tilefni sagði nafna hennar og arftaki á Stígamótum. í viðtali við Stöð 2: „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni.“  

„Í hennar minningu ættum við að ráðast í alvöru þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi“
Guðrún Jónsdóttir yngri

Við þessi tíðindi segir Guðrún nú: „Mér þykir það harmafregn að nafna mín og vinkona skuli hafa kvatt en ég veit að hún var södd lífdaga og því fagna ég líka hennar vegna. Þakklæti er mér efst í huga fyrir að hún skuli hafa verið sú stórkostlega jarðýta sem hún var, með öllu því sem fylgdi. Það var fyrst og fremst hún sem dró útbreitt kynferðisofbeldi fram í dagsljósið, stofnaði Stígamót og lagði fræðilegan grunn að starfseminni. Mér þótti undurvænt um hana og alveg fram undir það síðasta og leitað ég til hennar með hugmyndir mínar og vangaveltur og hún tók mér alltaf opnum örmum. Í hennar minningu ættum við að ráðast í alvöru þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi, með sérstakri áherslu á að skólera karla þessa lands. Ríkisstjórnin ætti að leggja í það myndarlegt fjármagn og menntakerfið og breiðfylking hugsjónafólks ætti að skipuleggja það.“


Höfundur greinarinnar er einnig höfundur ævi- og baráttusögu Guðrúnar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg.
Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Guðrún Kristinsdóttir skrifaði
    Guðrún var góð vinkona, traust og ótrúlega margbrotin í baráttu sinni fyrir réttlæti og öllum fyrirmynd. Bók Ingibjargar auk allra góðra verka Guðrúnar ber þessu fagurt vitni. Guðrúnar er sárt saknað.
    0
  • KEP
    Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
    Ein mesti kvenskörungur landsins gengin. Elsku Guðrún takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir kvennabaráttuna, þolendur ofbeldis, sérstaklega kynferðisofbeldis, og bara allt sem þú hefur gert fyrir okkur konur. Takk fyrir mig❤️
    5
  • RKS
    Ragnheiður K. Steindórsdóttir skrifaði
    Blessuð sé minning Guðrúnar Jónsdóttur, þeirrar merku konu og hafi hún þökk fyrir öll sín störf, óbilandi elju og kjark!
    6
  • SS
    Sveinbjörg Sveinsdóttir skrifaði
    Mjög merkur brautryðjandi gengin.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár