Pure North Recycling er eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Jarðvarmi er nýttur í vinnsluna, sem er hvergi annars staðar gert í heiminum, og gerir ferlið umhverfisvænna og lækkar rekstrarkostnað. Sigurður Grétar Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North Recycling, stofnaði fyrirtækið árið 2016 en endurvinnsla hefur verið honum hugleikin lengi. 16 ár eru síðan hann byrjaði að þróa endurvinnslu á timbri með nýtingu á jarðvarma.
„Mér var alltaf sagt að það væri ekki séns að endurvinna plast á Íslandi, við værum alltof fá, þetta væri alltof lítið magn, það væru svo stórar verksmiðjur sem þyrfti að setja upp svo hægt væri að endurvinna plast. En ég hafði reynslu af að nýta jarðvarma til endurvinnslu.“ Sú reynsla kom að gagni og fer endurvinnsluferlið þannig fram að plastúrgangur er tættur niður, þveginn, þurrkaður og í flestum tilfellum endurbræddur í plastperlur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi …
Sjá hér: https://phys.org/news/2024-01-dangerous-chemicals-recycled-plastics-unsafe.html