Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Plast er ekki bara plast“

Sig­urð­ur Grét­ar Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Pure North Recycl­ing, tók þá ákvörð­un þeg­ar hann gekk í gegn­um erf­ið veik­indi fyr­ir tutt­ugu ár­um að hann ætl­aði aldrei að starfa við eitt­hvað sem hann hef­ur ekki gam­an af. Í dag hugs­ar hann um plast á hverj­um degi. „Þetta er það skemmti­leg­asta sem ég hef gert.“

„Plast er ekki bara plast“
Skapandi endurvinnsla Ísland er of lítið fyrir endurvinnslu plasts voru skilaboðin sem Sigurður Grétar Halldórsson fékk þegar hann sýndi endurvinnslu áhuga. Í dag er hann framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Pure North Recycling, eina fyrirtækisins hér á landi sem endurvinnur plast að fullu. Mynd: Golli

Pure North Recycling er eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Jarðvarmi er nýttur í vinnsluna, sem er hvergi annars staðar gert í heiminum, og gerir ferlið umhverfisvænna og lækkar rekstrarkostnað. Sigurður Grétar Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North Recycling, stofnaði fyrirtækið árið 2016 en endurvinnsla hefur verið honum hugleikin lengi. 16 ár eru síðan hann byrjaði að þróa endurvinnslu á timbri með nýtingu á jarðvarma. 

„Mér var alltaf sagt að það væri ekki séns að endurvinna plast á Íslandi, við værum alltof fá, þetta væri alltof lítið magn, það væru svo stórar verksmiðjur sem þyrfti að setja upp svo hægt væri að endurvinna plast. En ég hafði reynslu af að nýta jarðvarma til endurvinnslu.“ Sú reynsla kom að gagni og fer endurvinnsluferlið þannig fram að plastúrgangur er tættur niður, þveginn, þurrkaður og í flestum tilfellum endurbræddur í plastperlur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    "Dangerous chemicals found in recycled plastics, making them unsafe for use. Experts explain the hazards" [Grein á miðlinum 'phys.org' er birtist þ. 17.1.2024]
    Sjá hér: https://phys.org/news/2024-01-dangerous-chemicals-recycled-plastics-unsafe.html
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Töfrasprotar

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár