Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ósammála Haraldi en útiloka ekki gos í Krýsuvíkurkerfi

Eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir merki um stórt lá­rétt kvikuinn­skot í Krýsu­vík. Nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ar á Veð­ur­stofu Ís­lands segja mæl­ing­ar þeirra ekki benda til þess að þetta hafi gerst. Ekki sé þó hægt að úti­loka gos í Krýsu­vík­ur­kerf­inu.

Ósammála Haraldi en útiloka ekki gos í Krýsuvíkurkerfi
Eldfjallakerfi Krýsuvíkurkerfið nær alla leiðina í Hafnarfjörð. Náttúruvársérfræðingar telja fátt benda til þess að gos sé í vændum í kerfinu en útiloka það ekki í framtíðinni.

Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson segir merki þess að stórt lárétt kvikuinnskot hafi myndast á svæðinu umhverfis Krýsuvík. Haraldur skrifaði færslu þess efnis á bloggsíðu sína í gær.

Haraldur telur að svokallaðir S-bylgju skuggar sjáist undir bæði Krýsuvík og Sundhnúksgígaröðinni, þar sem gaus síðast í desember. Þetta bendi til þess að kvika sé fyrir hendi á þessum stöðum. Dreifingu jarðskjálfta telur Haraldur vera til marks um lárétt kvikuinnskot umhverfis Krýsuvík sem hann segir geta verið 50-100 ferkílómetrar að stærð. Haraldur segir að ef þetta reynist rétt séu ef til vill mestar líkur á gosi þar.

Upptök skjálftanna í Krýsuvíkurkerfinu undanfarna viku liggja aðeins um 12 kílómetrum frá næstu byggð í Hafnarfirði.

Sjá engin merki um kvikuinnskot í Krýsuvík

Spurð hvernig hún meti ályktanir Haraldar um þetta mögulega kvikuinnskot í kringum Krýsuvík segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, ekkert benda til þess að nokkuð sé að gerast þar, hvorki jarðskjálftar né …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár