Ástþór Magnússon læstur úti af Facebook-síðunni sinni

For­setafram­bjóð­and­inn Ást­þór Magnús­son er læst­ur út Face­book- reikn­ingi sín­um. Hann hef­ur ekki kom­ist inn á hann síð­an hann reyndi að skrá sig inn í Mexí­kó í maí.

Ástþór Magnússon læstur úti af Facebook-síðunni sinni
Ástþór Magnússon Hefur höfðað mál gegn Facebook. Mynd: Kristinn Magnússon

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, hefur verið læstur úti af Facebook reikningi sínum síðan í maí í fyrra. Í samtali við blaðamann Heimildarinnar segir Ástþór að hann hafi verið staddur í Mexíkó þar sem hann reyndi að skrá sig inn á Facebook-síðu sína en fékk meldingu um að skráningin hans væri óeðlileg. Hann var beðinn um að staðfesta með korti og auðkenningu en við það hrundi síminn hans.  

Í tilkynningu sem Ástþór sendi fjölmiðlum í dag segir að hann vilji vekja „athygli á brotum Meta sem rekur Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðla á nýlegum reglum Evrópusambandsins (Digital Services Act) sem gæti leitt til 7,6 milljarða dala sektar (þúsund milljarða íslenskra króna) sem Meta þurfi að greiða fyrir að grafa undan lýðræði í Evrópu.“  

Ástþór kemst sjálfur ekki inn á gömlu-Facebook framboðssíðu sína. Í fréttatilkynningunni segir að hann vari „við þeirri ógn sem Facebook er orðið við þjóðfélagsumræðu og lýðræðislegar kosningar.“ 

Ástþór höfðaði mál gegn Meta í Dublin á Írlandi. Fékk hann þær upplýsingar frá Meta að þeir myndu reyna að leysa málið. „Lögfræðingar mínir í Írlandi telja að þetta sé brot gegn persónuverndarlögum af því þeir eru búnir að loka mig úti af mínum eigin gögnum.“ 

„100% af allri umræðu á Íslandi fer í gegnum þennan miðil,“ segir Ástþór. „Við erum búin að opna nýja síðu og hún byrjar bara á núlli.“ 

Facebook-síðan sem Ástþór studdist við í forsetaframboði sínu árið 2016 hefur um 1.800 fylgjendur. Hana má sjá hér. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    BARA VERA KURTEIS Í ORÐA VALI OG ÞÁ ER VEL HONEY
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    feisbrók leyfir mér ekki að setja ummæli á vefsíðu vísirs og víðar . . . sennilage er þetta gert að beiðni valdstjórnarinnar íslensku enda þekkt að þeir hafa bakdyra aðgang svipað og síæey hefur . . .
    0
    • FÍS
      Frímúrarareglan í Skaftafelli skrifaði
      Veist þú nokkuð númer hvað Ástþór notar af skóm?
      0
    • RFÁE
      Regla Frímúrara á Eyrarbakka skrifaði
      Við höldum að Ástþór noti númer 44. Yfir.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár