Í síðustu viku komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefði ekki haft nægilega skýra lagastoð að baki frestun hennar á hvalveiðum síðasta sumar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Svandís, eða aðrir ráðherrar, hafa gerst brotleg við lög í starfi sínu.
Skammt er síðan að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna Benediktsson hafi brostið hæfi þegar hann tók ákvörðun um að selja félagi föður síns hlut í Íslandsbanka í mars 2022 og að væri í andstöðu við vanhæfisástæður stjórnsýslulaga. Bjarni brást við þeirri niðurstöðu með því að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra þann 10. október í fyrra en taka við sem utanríkisráðherra fjórum dögum síðar.
Þó nokkur önnur dæmi eru um að ráðherrar brjóti í bága við lög en til dæmis brutu Jóhanna Sigurðardóttir, Ögmundur Jónasson, Bjarni Benediktsson og Lilja Alfreðsdóttir öll jafnréttislög á meðan að þau sátu á ráðherrastól. …
Athugasemdir