Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fílar kjamsa á óseldum jólatrjám í dýragarðinum í Berlín

Mat­seð­ill fíla og annarra dýra í dýra­garð­in­um í Berlín var óhefð­bund­inn í dag, þar sem dýr­in fengu að gæða sér á jóla­trjám sem ekki tókst að selja fyr­ir jól­in. Um er að ræða ár­viss­an við­burð.

Fílar kjamsa á óseldum jólatrjám í dýragarðinum í Berlín
Dýragarður Alsælir fílar átu jólatré af bestu list í dýragarðinum í Berlín í dag. Mynd: AFP

Matseðill fíla og annarra dýra í dýragarðinum í Berlín í Þýskalandi var með frábrugðnum hætti í dag. Á boðstólunum voru jólatré sem ekki tókst að selja fyrir jólin. Jólaandinn fékk því að lifa örlítið lengur í dýragarðinum í dag.

Jólatrjáa-át dýranna er orðinn árlegur viðburður í dýragarðinum í Berlín. Fílarnir rifu greinarnar af trjánum með rananum sínum og jöpluðu á greinunum með bestu lyst eða köstuðu þeim í kringum sig. 

VísundiÞað mætti segja að þessi jólatré hafi öðlast einhverskonar seinna líf.

Vísundarnir hreiðruðu um sig á trjánum áður en þeir mauluðu á greinunum en hreindýrin þefuðu og léku sér með greinarnar.  

Trén sem dýragarðurinn tekur á móti eru fersk, óseld jólatré frá völdum söluaðilum. Dýragarðurinn býður dýrunum ekki upp á jólatré sem staðið hafa í stofum yfir jólahátíðina, þar sem þau gætu innihaldið einhver eiturefni eða mögulega jólaskraut. 

Aðstoðarmenn jólasveinsinsHreindýrin vildu heldur leika með jólatrén en …
Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár