Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fílar kjamsa á óseldum jólatrjám í dýragarðinum í Berlín

Mat­seð­ill fíla og annarra dýra í dýra­garð­in­um í Berlín var óhefð­bund­inn í dag, þar sem dýr­in fengu að gæða sér á jóla­trjám sem ekki tókst að selja fyr­ir jól­in. Um er að ræða ár­viss­an við­burð.

Fílar kjamsa á óseldum jólatrjám í dýragarðinum í Berlín
Dýragarður Alsælir fílar átu jólatré af bestu list í dýragarðinum í Berlín í dag. Mynd: AFP

Matseðill fíla og annarra dýra í dýragarðinum í Berlín í Þýskalandi var með frábrugðnum hætti í dag. Á boðstólunum voru jólatré sem ekki tókst að selja fyrir jólin. Jólaandinn fékk því að lifa örlítið lengur í dýragarðinum í dag.

Jólatrjáa-át dýranna er orðinn árlegur viðburður í dýragarðinum í Berlín. Fílarnir rifu greinarnar af trjánum með rananum sínum og jöpluðu á greinunum með bestu lyst eða köstuðu þeim í kringum sig. 

VísundiÞað mætti segja að þessi jólatré hafi öðlast einhverskonar seinna líf.

Vísundarnir hreiðruðu um sig á trjánum áður en þeir mauluðu á greinunum en hreindýrin þefuðu og léku sér með greinarnar.  

Trén sem dýragarðurinn tekur á móti eru fersk, óseld jólatré frá völdum söluaðilum. Dýragarðurinn býður dýrunum ekki upp á jólatré sem staðið hafa í stofum yfir jólahátíðina, þar sem þau gætu innihaldið einhver eiturefni eða mögulega jólaskraut. 

Aðstoðarmenn jólasveinsinsHreindýrin vildu heldur leika með jólatrén en …
Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár