Venjulega er hægt að finna flest milli himins og jarðar á Nytjamarkaði Samhjálpar, hvort sem um er að ræða fatnað, búsáhöld eða bækur. En á öðrum degi ársins var tómlegt um að litast í nytjamarkaðnum í Lóuhólum.
„Þetta er lokadagurinn í dag. Við erum bara að bíða eftir að einhver komi til að þrífa,“ segir Helga Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Samhjálp, sem hefur séð um nytjamarkað samtakanna til fjölda ára. En nú er komið að leiðarlokum. „Við erum bara að gefa það sem er hér eftir í dag,“ segir hún.
Aðeins ár er síðan nytjamarkaðurinn flutti um set, frá Ármúla upp í verslunarmiðstöðina Hólagarð. Þar áður var markaðurinn í Stangarhyl. „Það gekk mjög vel í Ármúlanum. Við vorum þar í ellefu ár, alveg á besta stað í bænum. Þarna er eiginlega …
Athugasemdir (1)