Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Strætisvagnastjóri sem keyrði á konu sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi

Dóm­ur í máli stræt­is­vagna­stjór­ans Krist­ins Eiðs­son­ar ligg­ur fyr­ir. Hann keyrði á gang­andi veg­far­anda með þeim af­leið­ing­um að hann lést.

Strætisvagnastjóri sem keyrði á konu sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi
Strætisvagnar Kristinn taldi sig hafa gætt fyllsta öryggis og kannað umhverfið sitt áður en hann ók af stað. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fimmtudagsmorguninn 25. nóvember 2021 barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að keyrt hefði verið á gangandi vegfaranda af strætisvagni. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs í Reykjavík, við hlið Menntaskólans við Sund. Hafði ökumaður strætisvagnsins, Kristinn Eiðsson, keyrt á sjötuga konu með þeim afleiðingum að hún lést. 

Samkvæmt skýrslugjöf Kristins hjá lögreglu eftir atvikið og lýsingu fyrir dómi keyrði hann Skeiðarvog til suðurs þar sem hann stöðvaði vagninn við biðskýli. Þar hleypti hann farþegum úr vagninum við Menntaskólann við Sund og ók svo varlega að rauðu ljósi á gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs. Hann kvaðst hafa ekið af stað en hægt á sér þegar drengur gekk í veg fyrir vagninn en síðan tekið beygju til hægri. Þá fyrst horfði hann á gangbrautina þar sem var grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur. Taldi hann engan þar hafa verið og hefði því ekið rólega af stað, horfði beint áfram og síðan gjóað augunum til vinstri og haldið áfram. Fann hann þá högg og taldi að afturendi vagnsins hefði rekist utan í bifreið. Taldi hann sig síðan hafa séð barn undir vagninum og brotnaði niður við það. Hann man því ekki eftir allri atburðarásinni vegna áfallsins. 

Það var þó ekki barn sem strætisvagninn hafði keyrt á, heldur eldri kona. 

Taldi sig gæta fyllsta öryggis

Kristinn taldi ekkert í umhverfinu hafa truflað sig við aksturinn en hafði ekki séð konuna í aðdraganda atviksins. Vegurinn var blautur, úti var myrkur og glampaði ljós af veginum. Hann taldi sig hafa gætt fyllsta öryggis og kannað umhverfið sitt áður en hann ók af stað. Einn farþegi strætisvagnsins hafði gengið fram fyrir vagninn á þessum gatnamótum og hann því þurft að hægja á sér en utan þess taldi hann engar aðrar truflanir vera á sínum vegi. 

Í samantektarskýrslu tæknideildar Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að það hafi verið mat skýrsluhöfundar að fjölmenni hafi verið á gangstéttinni hægra megin við vagninn sem takmarkaði útsýni ökumannsins til hægri. 

Í myndbandsupptöku úr vagninum sést konan ganga af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og strætisvagninn beygir úr Skeiðarvogi. Vagninum var ekið óhikað inn í beygjuna, í veg fyrir og síðan á konuna. Vitni sögðu vagninn ekki hafa keyrt hratt í beygjuna enda beygjan verið kröpp. Á upptökunni sést hún lyfta upp höndunum og reyna að koma sér undan vagninum sem skellur svo á henni. Þar með féll hún í götuna og sást ekki lengur á upptökunni. Samkvæmt krufningarskýrslu hlaut konan áverka á kviðarholi, brjóstholi og hálsi.  

Hún var flutt á bráðamóttökuna í Fossvogi þar sem hún var úrskurðuð látin. 

„Ég mun aldrei gleyma gallanum sem hún var í konan, blessuð sé minning hennar, og hvernig hún lá við afturdekkið. Ég vissi um leið að konan var dáin,“ segir Kristinn í viðtali við Vísi í desember 2022.  

Röð áfalla

Tæpum tveimur mánuðum eftir slysið missti Kristinn eiginkonu sína. Í janúar 2022 fylgdi hann henni til læknis þar sem hún var send áfram í frekari rannsóknir. Hún lést í febrúar 2022 úr krabbameini. Í áðurnefndu viðtali við Vísi sagði Kristinn að yfirheyrslur vegna slyssins hafi staðið yfir á svipuðum tíma. Áföllin dundu á Kristni en um þetta leyti komst hann að því að dóttir konunnar sem hann hafði ekið á hefði kært slysið til lögreglu. „Þó svo að ég geti ekki tekið þetta slys til baka þá held ég að ég hafi hlotið refsingu sem mun fylgja mér það sem ég á eftir ólifað,“ sagði Kristinn við Vísi.

Fyrir dómi sagðist Kristinn aldrei hafa séð konuna. Það hefði verið myrkur og úðarigning úti. Göturnar voru blautar og mikil speglun á veginum. Að sgön Kristins speglaðist ljós af öryggisgleri sem hafði verið við ökumannssætið en honum hafði alltaf þótt glerið óþægilegt. Þetta gler var sett upp á tímum heimsfaraldurs til að minka líkurnar á að vagnstjórarnir smituðust af Covid. Lögreglumaður sem framkvæmdi rannsókn á vagninum sagði að stoð öryggisglersins hefði getað haft áhrif á sjónsvið bílstjórans, og hversu vel hann sæi hliðarspegla.

Dómsniðurstaða

Niðurstaða dómsins var að Kristinn hefði átt að sýna aukna varúð á gatnamótunum vegna aðstæðna. Taldi dómurinn einnig að hann hefði átt að taka tillit til öryggisglersins þar sem það gæti haft áhrif á útsýni hans. Dómurinn taldi, með vísan til myndbandsupptaka, að Kristinn hefði ekið ógætilega miðað við aðstæður og að hann hafi ekki hafa gengið úr skugga um að enginn gangandi vegfarandi væri að ganga yfir gangbrautina á grænu ljósi. Héraðsdómur komst því að þeirri niðurstöðu að um stórfellt gáleysi af hálfu Kristins hefði verið að leiða og að það hafi leitt til þess að hann ók strætisvagninum á konuna með þeim afleiðingum að hún lést. 

Kristinn var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar var frestað og hún fellur niður tveimur árum eftir uppkvaðningu dóms ef ákærði heldur almennt skilorð. Var hann einnig sviptur ökuréttindum í sex mánuði frá birtingu dómsins og gert að greiða dóttur og eiginmanni konunar miskabætur. Fá þau hvor um sig tvær milljónir króna ásamt áföllnum vöxtum. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
10
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár