Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt framboð sitt til forseta Íslands. Kom þetta fram á blaðamannafundi sem Arnar hélt á heimili sínu í Garðabæ rétt fyrir hádegi.
Arnar tilkynnti einnig að hann hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég veit ekki á hvaða vegferð forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er. Ég held að okkar línur liggja ekki saman eins og málum er háttað nú.“ Arnar segist þó enn aðhyllast grunngildi sjálfstæðisstefnunnar. „Það er engin ætt sem á mig. Enginn flokkur sem á mig. Ég læt engan tukta mig til í lífinu. Ef menn reyna það þá fer ég í hina áttina.“
Á fundinum sagði Arnar að alvarleg stjórnarfarsleg hnignun hefði átt sér stað á Íslandi þar sem fulltrúalýðræðið væri að bregðast. Nefndi hann máli sínu til stuðnings að Alþingi hefði aldrei á 30 ára tímabili beitt neitunarvaldi.
„Ef ég verð kjörinn forseti þá myndi ég gera það af auðmýkt …
Athugasemdir (2)