Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Palestínskir mótmælendur krefjast fundar með ráðherrum

Hóp­ur palestínskra manna sem reist hafa tjöld við Al­þing­is­hús­ið í þeirri von um að stjórn­völd komi fjöl­skyldu­með­lim­um þeirra frá Gaza til Ís­lands hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu og krefjast fund­ar með dóms­mála­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra og fé­lags-og vinnu­mála­ráð­herra.

Palestínskir mótmælendur krefjast fundar með ráðherrum

Fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll hafa nokkrir menn frá Palestínu, sem hafa enn líkamlegan og andlegan styrk til, eins og þeir lýsa því, slegið upp einskonar tjaldbúðum í mótmælaskyni við því sem þeir lýsa sem aðgerðarleysi stjórnvalda er varðar fjölskyldusameiningu. Þeir hafa allir fengið fjölskyldusameiningu samþykkta en segja aðgerðarleysi stjórnvalda felast í því að fjölskyldumeðlimir þeirra, þar á meðal makar og börn, eru enn staddir á Gaza og eiga því á hættu að vera drepnir af Ísraelsher sem til þessa hefur drepið yfir 21 þúsund manns, um helmingur þeirra eru börn.

Mennirnir, sem hafa dvalið í tæpa tvo sólahringa í tjöldum í frosti og kulda, hafa nú sent frá sér yfirlýsingu sem aðgerðarsinnar, eins og segir í henni, skrifa einnig undir. Þar ítreka þeir þau áform sín að dvelja í tjöldunum „þar til ástvinir þeirra hafa verið fluttir frá Gaza og til Íslands“.

„Hver sólarhringur skiptir sköpum,“ segir í yfirlýsingu og því næst er tekið dæmi um að hús eiginkonu eins flóttamannsins, sem átti rétt á að sameinast eiginmanni sínum hér á Íslandi, hafi orðið fyrir loftárásum Ísraelshers. „Með þessu áframhaldi munu hreinlega ekki vera neinar fjölskyldur eftir til að sameina.“ 

Palestínskir feður mótmælaPalestínsku mennirnir sem slegið hafa upp tjaldbúðum við alþingishúsið eiga það allir sameiginlegt að eiga fjölskyldumeðlimi í Palestínu sem hafa fengið dvalarleyfi. Sumir þeirra eru feður og bíða þess að stjórnvöld komi börnum þeirra til Íslands í skjól.

Naji Asar, sem hefur fengið dvalarleyfi fyrir 13 fjölskyldumeðlimi sína, þar af átta börn, sagði í samtali við Heimildina í gær að Ísland geti vel gert meira til að hjálpa og sagðist ekki skilja hvernig hægt hafi verið að bjarga tafarlaust 120 Íslendingum sem staddir voru í Ísrael þann sjöunda október og þeim komið í skjól en það sama ætti ekki að eiga við um fjölskyldumeðlimi hans.

„Af hverju ekki okkur?“ spurði hann og bætti svo við:

„Þá það, ef þið viljið ekki hjálpa. Komið mér þá aftur heim. Ég vil fá að deyja með fjölskyldunni minni. Ég vil ekki deyja hægt.“

Fela sig á bakvið lokuð landamæri

Íslensk stjórnvöld eru sögð fela sig á bak við að landamæri Palestínu og Egyptalands eru lokuð við Rafah landamærastöðina en í yfirlýsingunni segir að dæmi séu þess að önnur lönd hafi komið fólki þar í gegn og þau sótt og þeim komið til viðkomandi ríkis í skjól. „Lönd á borð við Bretland, Kanada og Þýskaland, auk nágrannaríkja okkar Noregur og Svíþjóð, hafa á seinustu dögum tekið við fólki á flótta frá Gasa.“

„Með þessu áframhaldi munu hreinlega ekki vera neinar fjölskyldur eftir til að sameina.“
Naji Asar

Í lok yfirlýsingarinnar er þess krafist að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra komi til fundar við mótmælendur til að hlusta á kröfur þeirra. „Viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið.“

Bíða í frostiMótmælendur láta frostið og kuldann ekki koma í veg fyrir mótmæli sín en þeir ætla sér ekki að fara af Austurvelli fyrr en fjölskyldur þeirra eru komnar til Íslands.

Hér er

í heild sinni:

„Kröfur aðgerðasinna og palestínsks flóttafólks til ráðherra:

Í tæplega tvo sólarhringa hefur fólk á flótta frá Gasa dvalið í tjaldbúðum fyrir utan Alþingi á Austurvelli í mótmælaskyni við aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. Þar áforma þau að dvelja uns ástvinir þeirra hafa verið flutt frá Gasa.

Hver sólarhringur skiptir sköpum. Í fyrradag var til dæmis hús eiginkonu eins flóttamannsins, sem átti rétt á að sameinast eiginmanni sínum fyrir loftárás Ísraelshers. Með þessu áframhaldi munu hreinlega ekki vera neinar fjölskyldur eftir til að sameina.

Hér er um að ræða neyðartilfelli sem krefst tafarlausra aðgerða. Við krefjumst þess að æðstu ráðamenn Íslands fullnýti vald sitt við það að koma fólki, sem þegar hefur fengið dvalarleyfi á forsendum fjökskyldusameiningar, til Íslands sem fyrst.

Íslensk stjórnvöld fela sig bakvið þá staðhæfingu að ekki sé hægt að koma flóttafólki hér til landsins vegna lokaðra landamæra, en til eru dæmi um að fólk hafi verið sótt í gegnum Rafah landamærin milli Gaza og Egyptalands. Daglega er verið að hleypa fólki þar yfir landamærin, lönd á borð við Bretland, Kanada og Þýskaland, auk nágrannaríkja okkar Noregur og Svíþjóð, hafa á seinustu dögum tekið við fólki á flótta frá Gasa.

Við krefjumst fundar og svara frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra – viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Þessir Hamarssinnar eru með eindæmum frekir treisti núverandi Dómsmálaraðherra og Bjarna B fyrir þessu
    -6
    • HDLB
      Halle d'Or le Bibbalingeur skrifaði
      Þú gleymdir næstum því öllum innsláttarvillunum, vanda sig. Ggledlieg jøl.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár