Ríkið þarf að borga 20 til 25 milljarða á ári til að skapa nýja þjóðarsátt
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkið þarf að borga 20 til 25 milljarða á ári til að skapa nýja þjóðarsátt

Kom­inn er verð­miði á það sem rík­is­sjóð­ur verð­ur að koma með að borð­inu svo hægt verði að gera kjara­samn­inga um hóf­leg­ar launa­hækk­an­ir á al­menn­um vinnu­mark­aði til þriggja ára. Rík­ið þarf að borga 30 til 50 þús­und krón­ur á mán­uði í nýj­ar barna- og vaxta­bæt­ur til heim­ila í lægri og milli tekju­hóp­um.

Sú heildstæða áætlun sem breiðfylking verkalýðshreyfingarinnar hefur mótað fyrir komandi kjaraviðræður, og á að vera forsenda fyrir nýrri þjóðarsátt, gerir ráð fyrir umtalsverðri útgjaldaaukningu úr ríkissjóði. 

Í aðsendri grein sem birtist á Heimildinni í morgun segir Stefán Ólafsson, prófessor emiritus sem starfar sem sérfræðingur hjá einu stærsta stéttarfélagi landsins Eflingu, að slík þjóðarsátt muni snúast um að ná verðlagi og vöxtum hratt niður með hóflegum launahækkunum í samningi til þriggja ára og samstilltu átaki allra, ekki síst fyrirtækja. „Þetta verði gert mögulegt með endurreisn tilfærslukerfa heimilanna, sem skili sér í auknum greiðslum til barnabóta og húsnæðisstuðnings, sem nemi um 30-50 þúsund krónum til heimila í lægri og milli tekjuhópum. Þetta myndi kosta ríkið um 20-25 milljarða aukalega á ári.“

Í greininni segir að slík aðgerð myndi færa tilfærslukerfin í átt að því sem var á þeim tíma sem þjóðarsáttin 1990 var gerð. „Þetta …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár