Flesta daga sýnir rússneska sjónvarpið dálítinn leikþátt í fréttatímum sínum og stundum nokkra með sama eða svipuðu sniði: Pútín situr á skrifstofu sinni – þeirri sem hann notar til að hitta fólk – og til hans kemur gestur. Stundum embættismaður, eða ráðherra, stundum forstöðumaður eða framkvæmdastjóri stórfyrirtækis, eða gestur með eitthvert tiltekið erindi sem forsetinn hefur ákveðið að hlusta á. Gesturinn er sýndur við lítið fundarborð sem komið er fyrir framan við skrifborð forsetans (þessi húsgagnaskipan er hefðbundin hjá öllum stjórnendum hins opinbera). Gesturinn er sýndur, andstuttur, gefa forsetanum skýrslu eða bera upp við hann erindið. Pútín hlustar, alvarlegur og einbeittur á svip. Svo tekur hann til máls, reifar það sem gesturinn hefur sagt, gefur honum (eða henni, það kemur fyrir stöku sinnum að gesturinn er kona), ýmis góð ráð, hælir gestinum eftir atvikum fyrir það sem hann eða hún hefur þegar afrekað og segist munu veita stuðning sinn til …
Í ríki þar sem fjölmiðlar starfa undir verndarvæng yfirvalda, sem leggja mat á frammistöðu þeirra og ákveða eftir hvaða reglum og sjónarmiðum þeir starfa, eru fréttir og upplýsingamiðlun að stórum hluta sviðsetning.
Athugasemdir (2)