Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvað gerðist raunverulega í Ísrael og á Gasasvæðinu fyrir stríðið?

Mörk sögu­sagna og stað­reynda hafa að hluta af­máðst í stríð­inu sem hófst við inn­rás Ham­as í Ísra­el, en raun­veru­leik­inn að baki er flókn­ari en blas­ir við.

Stríðið í Gasa hefur staðið yfir í tvo og hálfan mánuð, mannfallið er gífurlegt og hlutfall barna meðal látinna hátt. Það er erfitt að finna staðfestar tölur, enda þoka stríðsins bæði þykk og ógegnsæ, fjölmargt fólk á Gasa sem dáið hefur í árásum Ísraelshers gæti enn leynst í rústum bygginga. Áætluð eyðilegging þeirra nær upp í rúm 70%  allrar byggðarinnar á sumum svæðum.

Þá gæti mikill fjöldi af særðu fólki enn látið lífið af sárum sínum sem og af sjúkdómum, vatnsskorti og vannæringu af völdum stríðsins og tölurnar sem eru þó aðgengilegar uppfærast daglega með ískyggilegum hraða. Þessi óvissa endurspeglar ákveðið mynstur í stríðinu hingað til. Atburðir hafa gerst hratt og falsfréttir, samsæriskenningar og upplýsingaóreiða á báða bóga hafa flækt málin verulega. Því er tilefni til að gera athugun á stöðunni, hvað vitum við fyrir víst, hvað er óljóst og óstaðfest, hvað gerðist raunverulega 7. október og af hverju? …

Kjósa
69
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Valtýr Kári Finnsson skrifaði
    "Ísraelsmenn hafa reynt að kæfa alla umræðu um lausnina á átökunum til áratuga, segir Jón Ormur, en bæði hann og Erlingur segja einum rómi að engin önnur lausn sé fær en tveggja ríkja lausn. Hún sé þó ekki í sjónmáli, þrátt fyrir stuðning almennings á Vesturlöndum og meðal nágrannaríkja Ísraels."

    Það eru Palestínumenn, ekki Ísraelar, sem hafa ítrekað hafnað "tveggja ríkja" lausninni ... a.m.k. 5 sinnum núna.

    "Það er raunar ekki rétt að Islam vilji ,,útrýmingu Gyðinga á heimsvísu" og kemur hvergi fram í Kóran, trúbók mússadóms."

    "... og jafnvel steinarnir og tréin mundu hrópa "Það er Gyðingur í felum bak við mig, fljótur, komdu og dreptu hann!"
    0
    • Jónas Unnarsson skrifaði
      Sæll Valtýr. Gætir þú frætt okkur um hvernig landamærin áttu að vera í þessi skipti sem Palestínumenn hafa hafnað tveggja ríkja lausninni?
      2
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ég er nokkuð sannfærður um að Iran stendur bak við árás hamas. Þeir fluttu inn vopnin og féð til að byggja göngin sem hamas notar en slíkt er ekki ódýrt.
    Að sömu leyti er Iran og hamas sama um palestínu, fyrir þá er bara heilagt stríð og fellur palestinskur borgari er hann "píslarvottur".
    Mér finnst erfitt að meta viðbrögð Israel. Auðvitað er Netayahu hægri pópúlisti og sýnir bara öfgafull viðbrögð sem væntanlega bjóða enga lausn á vandanum (samsvarandi öllum pópúlistum hvar sem þeir eru) en hvernig á Ísrael að vernda sig, með hamas ennþá skjótandi flugskeyti á ísraelska borgara, konur og börn úr skjóli mannfjöldans í Gasa?
    Eins flókið og staðan er sé ég mig ekki fær um að taka afstöðu í þessu máli.
    Auðvitað vorkenni ég almennum borgurum í Palestínu. En Gasa-búarnir gerðu einnig þau mistök að kjósa stjórnmálaarm hamas fyrir um 14 árum eða svo og nú þurfa börn þeirra að gjalda þess.
    Á endanum er maður bara dolfallinn og orðlaus.
    -4
    • Sigurður Þórarinsson skrifaði
      Samkvæmt alþjóðlegum lagabálkum hefur hernáms - og landránsríki engan sjálfsvarnarrétt. Nóg um það. Kv
      5
    • Theresa Arnadottir skrifaði
      Israelski bogar kusu þa þetta yfir sig kjosa Bibi satanhyahu og hans menn, hægt segja þad sama.
      1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Mjög einfalt svar er á því. Íslam kallar eftir útrýmingu gyðinga á heimsvísu. Likt og eða eins og nasisminn gerði á sínum tíma og dró margar þjóðir með sér inn í gyðingahatrið án nokkurrar áreynslu. Litháarnir og Lettarnir, Frakkar og Hollendingarnir, Ungverjar og Króatar. Ítalía og Austurríki, Grikkir og Búlgarar smöluðu sínum gyðingum saman og gáfu Hitler til aftöku. Íslam er með sitt eigið loka plan og vinnur að því í lokuðum bakherbergjum. Íran , Palestínu arabar, Sádar, Tyrkir, Talibanar, Al Qaida, ISIS, Hamas og Sósíalista skæruliða hreyfingar í samstarfi með Hamas i Evrópu og USA. Þeir eru ekkert að fela það. Jeremy Corban er til dæmis stoltur af því 😞
    -10
    • Sigurður Þórarinsson skrifaði
      Það er raunar ekki rétt að Islam vilji ,,útrýmingu Gyðinga á heimsvísu" og kemur hvergi fram í Kóran, trúbók mússadóms. Það er hins vegar rétt að menn þarna fyrir miðaustan vilja vissulega uppræta og eyða hernáms - og landránsríki Zíonista... og er þeim það svo sem ekki láandi, svona miðað við aldur og fyrri störf þess ólukkans ríkis gagnvart nágrönnum sínum. Nóg um það. Kv
      11
    • Bára Bryndís skrifaði
      Að halda því fram að Islam vilji eitthvað, vegna þess að það standi í í Kóraninum eða að einhverjir öfga islamistar vinni ap því, er jafn grunnhyggið og að halda því fram að kristni vinni að yfirráðum karla yfir konum. Finna má þvi stað í Biblíunni og sumir krstnir aðhyllast það vissulega. Er þessi ófrægingarherferð liður í þínu persónulega uppgjöri við Islam?
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Uppgjör ársins 2023

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár