Stríðið í Gasa hefur staðið yfir í tvo og hálfan mánuð, mannfallið er gífurlegt og hlutfall barna meðal látinna hátt. Það er erfitt að finna staðfestar tölur, enda þoka stríðsins bæði þykk og ógegnsæ, fjölmargt fólk á Gasa sem dáið hefur í árásum Ísraelshers gæti enn leynst í rústum bygginga. Áætluð eyðilegging þeirra nær upp í rúm 70% allrar byggðarinnar á sumum svæðum.
Þá gæti mikill fjöldi af særðu fólki enn látið lífið af sárum sínum sem og af sjúkdómum, vatnsskorti og vannæringu af völdum stríðsins og tölurnar sem eru þó aðgengilegar uppfærast daglega með ískyggilegum hraða. Þessi óvissa endurspeglar ákveðið mynstur í stríðinu hingað til. Atburðir hafa gerst hratt og falsfréttir, samsæriskenningar og upplýsingaóreiða á báða bóga hafa flækt málin verulega. Því er tilefni til að gera athugun á stöðunni, hvað vitum við fyrir víst, hvað er óljóst og óstaðfest, hvað gerðist raunverulega 7. október og af hverju? …
Það eru Palestínumenn, ekki Ísraelar, sem hafa ítrekað hafnað "tveggja ríkja" lausninni ... a.m.k. 5 sinnum núna.
"Það er raunar ekki rétt að Islam vilji ,,útrýmingu Gyðinga á heimsvísu" og kemur hvergi fram í Kóran, trúbók mússadóms."
"... og jafnvel steinarnir og tréin mundu hrópa "Það er Gyðingur í felum bak við mig, fljótur, komdu og dreptu hann!"
Að sömu leyti er Iran og hamas sama um palestínu, fyrir þá er bara heilagt stríð og fellur palestinskur borgari er hann "píslarvottur".
Mér finnst erfitt að meta viðbrögð Israel. Auðvitað er Netayahu hægri pópúlisti og sýnir bara öfgafull viðbrögð sem væntanlega bjóða enga lausn á vandanum (samsvarandi öllum pópúlistum hvar sem þeir eru) en hvernig á Ísrael að vernda sig, með hamas ennþá skjótandi flugskeyti á ísraelska borgara, konur og börn úr skjóli mannfjöldans í Gasa?
Eins flókið og staðan er sé ég mig ekki fær um að taka afstöðu í þessu máli.
Auðvitað vorkenni ég almennum borgurum í Palestínu. En Gasa-búarnir gerðu einnig þau mistök að kjósa stjórnmálaarm hamas fyrir um 14 árum eða svo og nú þurfa börn þeirra að gjalda þess.
Á endanum er maður bara dolfallinn og orðlaus.