Þegar sögubækurnar fjalla um okkar daga gæti verið að 2023 verði minnst sem ársins þegar Rússland byrjaði að vinna stríðið í Úkraínu. Því stríði er sannarlega ekki lokið enn og ýmislegt sem gæti gerst í náinni framtíð sem gæti gjörbreytt stöðunni. Þó má með sanni segja að gangur Úkraínu hafi verið afar hægur í ár í tilraunum hers landsins til að endurheimta landsvæði sín sem Rússland hefur sölsað undir sig síðan innrás þeirra hófst í febrúar 2022.
„Skelfileg niðurstaða fyrir Úkraínu“
Jón Ormur Halldórsson, doktor í alþjóðastjórnmálum, sagði í pistli sínum fyrir Heimildina í júní á þessu ári að „frosið stríð“ af þessu tagi væri „skelfileg niðurstaða fyrir Úkraínu“. Hann segir í samtali við Heimildina nú að sú staða hafi ræst, „stórsókn Úkraínu til að ná aftur landsvæðum hafi mistekist“ og að ein af stóru fréttum ársins í Úkraínu sé að „stríðið snerist þeim að mörgu leyti í óhag“. Aðalhershöfðingi …
Athugasemdir (2)