Fjöldi íbúa í gamla Vesturbæ Reykjavíkur, í og við Sólvallagötu, telur að fyrirhugaður öryggisviðbúnaður sendiherrabústaðar Bandaríkjanna við götuna muni vega að hverfisanda og grundvallargildum íslensks samfélags: öryggi, trausti, jafnræði, frelsi og sakleysi.
Alls undirrita 79 íbúar erindi til hverfisráðs Vesturbæjar þar sem ráðið er hvatt til þess að synja bandaríska sendiráðinu um breytingar, sem fela í sér aðstöðu fyrir varðmenn og hátt öryggisgrindverk.
Meðal íbúanna eru Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur, Þórarinn Eldjárn skáld, Ari Magg ljósmyndari, Ívar Valgarðsson myndlistarmaður, Snorri Helgason tónlistarmaður og Saga Garðarsdóttir, leikkona og skemmtikraftur.
Í erindinu, sem stílað er á Íbúaráð Vesturbæjar, lýsa íbúar í nágrenni fyrirhugaðs sendiherrabústaðar við Sólvallagötu 14 yfir miklum áhyggjum af þeim breytingum sem sendiráðið hyggst gera á húsinu. Draga þeir í efa að starfsemi hússins flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðli breytinganna.
„Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði …
Athugasemdir (4)